Viðskipti innlent

Hagnast á Disneyland þrátt fyrir viðvarandi hallarekstur í París

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Disneyland í París opnaði árið 1992 og er vinsælasti ferðamannastaður í Evrópu.
Disneyland í París opnaði árið 1992 og er vinsælasti ferðamannastaður í Evrópu. Vísir/Getty

Rekstur Walt Disney Company hefur batnað stórlega á undanförnum árum og er það ekki síst vegna kaupa fyrirtækisins á Pixar, Marvel og Lucasfilm. Þetta kom fram á fræðslufundi VÍB um fjármál Disney á mánudag.

Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB og Íslandsbanka, og Gísli Halldórsson, sjóðstjóri hlutabréfa hjá Íslandssjóðum, röktu sögu félagsins og rýndu í fjármál þess. 

Meðal þess sem fram kom er að þrátt fyrir viðvarandi hallarekstur á Disneyland í París hefur Disney hagnast umtalsvert á skemmtigarðinum. Auk þess var rætt um áberandi stöðu Disney í kvikmyndabransanum. 

Fimm tekjuhæstu kvikmyndir síðasta árs voru allar úr smiðju fyrirtækisins. Auk þess hafa myndir Disney verið tekjuhæstar allra síðustu 5 af 7 árum.

Fyrirlesturinn þeirra Björns og Gísla má sjá hér að neðan.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,22
8
242.526
ICEAIR
0,66
11
85.648
MARL
0,29
12
438.347
ORIGO
0
1
497
TM
0
1
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,52
8
78.711
EIK
-1,42
5
129.885
REITIR
-1,11
8
236.805
SIMINN
-0,95
10
162.353
N1
-0,82
5
133.850