Viðskipti innlent

Hagnast á Disneyland þrátt fyrir viðvarandi hallarekstur í París

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Disneyland í París opnaði árið 1992 og er vinsælasti ferðamannastaður í Evrópu.
Disneyland í París opnaði árið 1992 og er vinsælasti ferðamannastaður í Evrópu. Vísir/Getty

Rekstur Walt Disney Company hefur batnað stórlega á undanförnum árum og er það ekki síst vegna kaupa fyrirtækisins á Pixar, Marvel og Lucasfilm. Þetta kom fram á fræðslufundi VÍB um fjármál Disney á mánudag.

Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB og Íslandsbanka, og Gísli Halldórsson, sjóðstjóri hlutabréfa hjá Íslandssjóðum, röktu sögu félagsins og rýndu í fjármál þess. 

Meðal þess sem fram kom er að þrátt fyrir viðvarandi hallarekstur á Disneyland í París hefur Disney hagnast umtalsvert á skemmtigarðinum. Auk þess var rætt um áberandi stöðu Disney í kvikmyndabransanum. 

Fimm tekjuhæstu kvikmyndir síðasta árs voru allar úr smiðju fyrirtækisins. Auk þess hafa myndir Disney verið tekjuhæstar allra síðustu 5 af 7 árum.

Fyrirlesturinn þeirra Björns og Gísla má sjá hér að neðan.
 
Fleiri fréttir

Sjá meira