Erlent

Lést úr raflosti þegar snjallsími datt í baðkarið

Síminn sem féll í baðið var af gerðinni iPhone. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Síminn sem féll í baðið var af gerðinni iPhone. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty

Breskur maður á fertugsaldri lét lífið þegar hann hlóð snjallsíma á meðan hann var í baði. Réttarrannsókn leiddi í ljós að banamein hans hafi verið raflost þegar síminn datt ofan í baðvatnið.

„Þetta virðast sakleysisleg tæki en þau geta verið alveg jafnhættuleg og hárþurrkur á baðherberginu. Þeim ætti að fylgja viðvörun,“ sagði réttarmeinafræðingurinn Sean Cummings sem ætlaði að senda Apple, framleiðanda simans, skýrslu til að vara við hættunni.

Eiginkona mannsins koma að honum í baðinu en atvikið átti sér stað í desember. Réttarlæknirinn fann brunasár á hægri handlegg mannsins og hönd. Þá fannst framlengingarsnúra sem lá frá gangi og inn á baðherbergið.

Slys af þessu tagi eru sögð fátíð. The Guardian hefur eftir ráðgjafa hjá Slysavarnafélagi Bretlands að fólk þurfi að hafa varan á þegar það tekur raftæki með sér inn á baðherbergi. Það geti verið dauðans alvara að eiga við raftæki í sambandi í námunda við vatn.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira