Skoðun

Ég er líka til

Bríet Finnsdóttir skrifar
Intersex er regnhlífarhugtak og þótt að fáir hafi heyrt um það er það alls ekki sjaldgæft. Talið hefur verið 1.7 % heimsins falli undir það regnhlífarhugtak, nýjar rannsóknir sýna að þær tölur eru líklega vanmetnar.

Undir regnhlífinni er fjölbreyttur hópur fólks sem á það sameiginlegt að líffræðin þeirra eða kyneinkenni eru aðeins öðruvísi en hjá flestu fólki. Þetta getur tengst kynfærum eða æxlunarfærum, hórmónaframleiðslu eða hormóna upptöku, litningum og öllum þeim kyneinkennum sem koma fram við kynþroska.Að vera Intersex er líffræðilegt og tengist ekki kynvitund eða kynhneigð.

Intersex einstaklingar eru ósýnilegir í samfélaginu, lifa oft með leyndarmálið sitt, þora ekki að segja frá því og hafa sjaldnast haft stjórn á því hvaða aðgerðir og meðhöndlun hafa verð framkvæmdar á þeim. Upplifun þessa hóps er á margan hátt sú sama og Hinsegins fólks og vegna þess hefur intersex fólk oft gengið til liðs við hinsegin samtök.Baráttumál Intersex fólks eru viðurkenning á tilvist sinni og líkamleg friðhelgi.

Viðhorf læknastéttarinnar

Mín reynsla er sú að viðhorf læknastéttarinnar hefur aðallega verið tvenns konar, annað hvort hitti ég lækna sem vita ekki hvað Intersex er, eða lækna sem telja að Intersex sé vandamál sem þurfi að vinna saman til að leysa. Oft er litið á Intersex sem persónulegt vandamál og að því skuli vera haldið innan nánustu fjölskyldu eða jafnvel algjöru leyndarmáli. Þetta finnst mér mjög sorglegt viðhorf þar sem Intersex er ekki vandamál að mínu mati, heldur náttúrulegur fjölbreytileiki sem finnst alls staðar í náttúrunni.

Sérstaklega finnst mér sorglegt þegar gengið er svo langt í að viðhalda leyndarmálinu að aðgerðir séu framkvæmdar á Intersex börnum, allt niður í ungabörn til að viðhalda leyndinni. Aðgerðir sem eru í svo miklum meirihluta, einungis útlitslegar og að algjöru óþarfar. Í raun og veru eru aðgerðirnar meira en bara óþarfar, því að eftir þær er Intersex fólk oft háð heilbrigðiskerfinu allt sitt líf.

Baráttan við leyndarmálið

Þarna kemur vandamálið varðandi það að vera háður heilbrigðiskerfi sem er að stórum hluta ómeðvitað um tilvist mína. Oft eyði ég læknatímum hjá nýjum læknum í að útskýra hvað intersex er og fæ þá útskýringar læknisins að hann muni eitthvað eftir að hafa lesið eitthvað um þetta í náminu en viti í raun ekkert. Vegna þess að svo fáir læknar vita hvernig ég er og hvernig skuli meðhöndla mig týndist ég í kerfinu. Í tvö ár hafði ég ekki aðgang að þeirri þjónustu sem ég þurfti.

Enginn læknir vildi taka við mér þar sem þeir  höfðu ekki reynslu og enn færri höfðu tíma til að lesa sér til um litla “leyndarmálið“ mitt. Að lokum komst ég þó til læknis eftir krókaleiðum og gat þá byrjað að glíma við veikindin sem höfðu hrúgast upp allan tímann sem ég var án læknisaðstoðar, Veikindi sem eru afleiðing aðgerðar sem ég þurfti ekki, en var framkvæmd á mér þegar ég var ungabarn.

Ósk til heilbrigðiskerfisins

Þessi pistill er ekki hugsaður sem skammarbréf. Heilbrigðiskerfið er stútfullt af fólki sem hefur helgað líf sitt að hjálpa öðrum og ég dáist að því, ég vildi bara óska mér þess að viðhorf kerfisins breytist því ég er ekki lítið leyndarmál sem þarf að laga. Ég er bara manneskja sem dreymir um jafnrétti og að fá að lifa opinská með mitt líf. Að fá að vera heilbrigð og ég sjálf, og að komandi kynslóðir lendi ekki í sömu sporum og ég.

Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finnahér.


Tengdar fréttir

Við þurfum öll að pissa

Kannski ættum við að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað?

Aðgengilegt nám

Auðvitað á að taka upp fyrirlestra í Háskóla Íslands.




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×