Körfubolti

Er drápseðlið í Vesturbænum dáið?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Þrátt fyrir að vera á toppnum í Domino's deild karla hefur KR oft lent í kröppum dansi í vetur og átt í erfiðleikum með að klára leiki, nú síðast gegn Keflavík.

Svali Björgvinsson vakti máls á þessu í Svalahorninu svokallaða í Domino's Körfuboltakvöldi.

„Núna verð ég einfaldlega að tala um KR. Ég er hissa, ég er óánægður, ég er ósáttur með hvernig KR er að leysa þessar lokamínútur,“ sagði Svali.

„Lið með þessi gæði, þennan styrk og svona marga landsliðsmenn, alvöru menn og toppmenn verða að gera þetta betur. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Finnur [Freyr Stefánsson, þjálfari KR] og félagar ætla að leysa þetta því ef þeir breyta þessu ekki verður úrslitakeppnin ekki eins auðveld og þeir ætluðu sér.“

Strákarnir í Körfuboltakvöldi ræddu einnig um þessa tilhneigingu KR-inga til að gefa eftir á lokamínútunum.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira