Viðskipti innlent

Kringlunni breytt vegna H&M: Rúllustiginn verður ekki færður

Haraldur Guðmundsson skrifar
Á næstu dögum verður ráðist í framkvæmdir í norðurenda Kringlunnar.
Á næstu dögum verður ráðist í framkvæmdir í norðurenda Kringlunnar. Vísir/Vilhelm

Forsvarsmenn Kringlunnar og Smáralindar munu á næstu dögum ráðast í umtalsverðar framkvæmdir til að undirbúa komu H&M. Um 1.000 fermetra verslunarrými mun þá myndast við hlið plássins þar sem sænski fataverslunarrisinn verður í Kringlunni en ekki hefur verið tilkynnt hver mun fylla það.

Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Þar segir að samhliða breytingum á 2. hæð Kringlunnar fyrir komu H&M, þar sem Hagkaup er nú, verði einnig ráðist í aðrar breytingar á sameign sem og á suðurhluta verslunarmiðstöðvarinnar. Eins og komið hefur fram mun verslun Hagkaups flytja niður og sameinast matvöruverslun fyrirtækisins á fyrstu hæð. H&M verður í 2.600 fermetra rými í Kringlunni.

Sigurjón Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir í samtali við Viðskiptablaðið að ekkert sé hæft í þeim sögusögnum að til standi að færa rúllustigann vð Hagkaup. H&M hafi vissulega gert ýmsar kröfur en að rúllustiginn verði áfram á sínum stað. Kringlan fagnar 30 ára afmæli í ágúst og hefur stiginn verið staðsettur á sama stað frá opnun. 
 
Fleiri fréttir

Sjá meira