Viðskipti innlent

Kringlunni breytt vegna H&M: Rúllustiginn verður ekki færður

Haraldur Guðmundsson skrifar
Á næstu dögum verður ráðist í framkvæmdir í norðurenda Kringlunnar.
Á næstu dögum verður ráðist í framkvæmdir í norðurenda Kringlunnar. Vísir/Vilhelm

Forsvarsmenn Kringlunnar og Smáralindar munu á næstu dögum ráðast í umtalsverðar framkvæmdir til að undirbúa komu H&M. Um 1.000 fermetra verslunarrými mun þá myndast við hlið plássins þar sem sænski fataverslunarrisinn verður í Kringlunni en ekki hefur verið tilkynnt hver mun fylla það.

Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Þar segir að samhliða breytingum á 2. hæð Kringlunnar fyrir komu H&M, þar sem Hagkaup er nú, verði einnig ráðist í aðrar breytingar á sameign sem og á suðurhluta verslunarmiðstöðvarinnar. Eins og komið hefur fram mun verslun Hagkaups flytja niður og sameinast matvöruverslun fyrirtækisins á fyrstu hæð. H&M verður í 2.600 fermetra rými í Kringlunni.

Sigurjón Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir í samtali við Viðskiptablaðið að ekkert sé hæft í þeim sögusögnum að til standi að færa rúllustigann vð Hagkaup. H&M hafi vissulega gert ýmsar kröfur en að rúllustiginn verði áfram á sínum stað. Kringlan fagnar 30 ára afmæli í ágúst og hefur stiginn verið staðsettur á sama stað frá opnun. 
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
1,68
9
253.300
N1
1,61
12
174.204
HAGA
0,75
7
85.660
SKEL
0,65
3
31.425
ICEAIR
0,61
31
344.301

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,62
5
112.403
EIM
-0,19
12
368.844
REITIR
-0,11
5
92.369
ORIGO
0
1
10.880
SJOVA
0
1
1.740