Dabbi T frumsýnir nýtt myndband á Vísi: „Skellti mér í fremur hallærislegan skíðagalla“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. febrúar 2017 10:30 Í dag gefur rapparinn Dabbi T út stuttskífuna T. Skífan inniheldur lögin King, Glanni og Hún vol. 2. Í leiðinni kemur út tónlistarmyndband við lagið King sem Vísir frumsýnir. Á síðasta ári, níu árum eftir útgáfu „cult” plötunnar Óheflað málfar, ákvað Dabbi T að taka hljóðnemann af hillunni og gaf út lagið Blár. Viðtökurnar við laginu, ásamt djörfu myndbandi, létu ekki á sér standa og því hefur hann ákveðið að fylgja endurkomunni eftir með útgáfu stuttskífunnar. „Skífan fer allan skalann. Glanni er uppgjör við kvennamál fortíðarinnar, Hún vol. 2 fjallar um stelpu sem skildi mig eftir í reyk, á meðan King mærir og upphefur mig,“ segir Davíð Tómas Tómasson, betur þekktur sem Dabbi T. Myndbandið við lagið King er leikstýrst af Brynjari Birgissyni og fetar það ótroðnar slóðir í íslenskri rappsögu þar sem það er tekið upp í Bláfjöllum með skíða þema. „Í myndböndum við svona lög eru menn yfirleitt umkringdir bikíní gellum á B5. En ég vildi gera eitthvað öðruvísi og skellti mér í fremur hallærislegan skíðagalla og dembdi mér í brekkurnar. Með því vildu ég og Brynjar breyta út af vananum og reyna að snúa þema lagsins á haus.” Hér að ofan má sjá útkomuna. Tónlist Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Í dag gefur rapparinn Dabbi T út stuttskífuna T. Skífan inniheldur lögin King, Glanni og Hún vol. 2. Í leiðinni kemur út tónlistarmyndband við lagið King sem Vísir frumsýnir. Á síðasta ári, níu árum eftir útgáfu „cult” plötunnar Óheflað málfar, ákvað Dabbi T að taka hljóðnemann af hillunni og gaf út lagið Blár. Viðtökurnar við laginu, ásamt djörfu myndbandi, létu ekki á sér standa og því hefur hann ákveðið að fylgja endurkomunni eftir með útgáfu stuttskífunnar. „Skífan fer allan skalann. Glanni er uppgjör við kvennamál fortíðarinnar, Hún vol. 2 fjallar um stelpu sem skildi mig eftir í reyk, á meðan King mærir og upphefur mig,“ segir Davíð Tómas Tómasson, betur þekktur sem Dabbi T. Myndbandið við lagið King er leikstýrst af Brynjari Birgissyni og fetar það ótroðnar slóðir í íslenskri rappsögu þar sem það er tekið upp í Bláfjöllum með skíða þema. „Í myndböndum við svona lög eru menn yfirleitt umkringdir bikíní gellum á B5. En ég vildi gera eitthvað öðruvísi og skellti mér í fremur hallærislegan skíðagalla og dembdi mér í brekkurnar. Með því vildu ég og Brynjar breyta út af vananum og reyna að snúa þema lagsins á haus.” Hér að ofan má sjá útkomuna.
Tónlist Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira