Viðskipti innlent

Hafsteinn Hauksson til liðs við GAMMA

Hörður Ægisson skrifar
Hafsteinn Hauksson starfaði áður hjá Newstate Partners í London.
Hafsteinn Hauksson starfaði áður hjá Newstate Partners í London.

Hafsteinn Hauksson hefur verið ráðinn til fjármálafyrirtækisins GAMMA Capital Management og mun starfa á skrifstofu félagsins í London. Hann hefur starfað hjá ráðgjafarfyrirtækinu Newstate Partners í London frá árinu 2015, en fyrirtækið sérhæfir sig í ráðgjöf á sviði opinberra fjármála, þar á meðal stýringu og endurskipulagningu opinberra skulda. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá GAMMA en Hafsteinn lauk B.Sc. námi í hagfræði frá Háskóla Íslands og er með meistaragráðu í fjármálum og hagfræði frá London School of Economics. Hann starfaði um tíma sem hagfræðingur í greiningardeild Arion banka og einnig sem fjölmiðlamaður með námi, lengst af á fréttastofu Stöðvar 2.

Í tilkynningu GAMMA segir að markmið eigenda og stjórnenda fyrirtækisins sé að útvikka og styrkja grundvöll starfseminnar í London. GAMMA hóf starfsemi í London árið 2015 og í fyrra fékk félagið sjálfstætt starfsleyfi frá breska fjármálaeftirlitinu í Bretlandi. Leyfið heimilar GAMMA að veita viðskiptavinum sínum víðtæka fjármálaþjónustu, sem felur meðal annars í sér fyrirtækjaráðgjöf og fjárfestingarráðgjöf.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,43
29
1.532.261
REITIR
1,11
11
277.673
HAGA
1,11
20
569.875
GRND
1,1
7
96.059
EIM
0,96
3
26.619

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,91
12
96.089
VIS
-0,04
2
21.202
REGINN
0
2
26.745