Viðskipti innlent

Kári Sturluson kaupir Café Rosenberg

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kári Sturluson, tónleikahaldari, hefur keypt Café Rosenberg af þeim Þórði Pálmasyni og Auði Kristmannsdóttur en staðurinn er einn þekktasti tónleikastaður í Reykjavík.

Í tilkynningu segir að þrátt fyrir eigendaskiptin haldi reksturinn áfram í svipaðri mynd og verið hefur. Að jafnaði eru haldnir 320 til 330 tónleikar á Café Rosenberg ár hvert en Þórður og Auður hafa rekið staðinn frá árinu 2004.

Fyrstu árin var Rosenberg við Lækjargötu tvö, eða allt til stórbrunans í apríl 2007 þegar sögufrægt hús á horni Lækjargötu og Austurstrætis gjöreyðilagðist. Tæpu ári síðar opnaði Rosenberg á ný við Klapparstíg 27 og er enn rekinn þar.

„Að gefnu tilefni skal ítrekað að rekstur staðarins helst að stærstum hluta óbreyttur og því standa allar áður ákveðnar tímasetningar, tónleikabókanir, borðapantanir og annað slíkt eins og stafur á bók þrátt fyrir vaktaskipti í brúnni,“ segir í tilkynningu vegna kaupanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×