Golf

Fjórði hringurinn var mun líkari fyrstu tveimur hjá Ólafíu Þórunni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
MYND/GSÍ/SETH@GOLF.IS
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék síðasta hringinn á Pure Silk Championship á LPGA-mótaröðinni á tveimur höggum undir pari en hún náði sér aftur á strik eftir að hafa misst flugið á þriðja hring.

Þegar rýnt er í tölfræði Ólafíu á mótinu má sjá að hún slær lengst af teig á öðrum degi, 254 yarda (232 metra) en hún sló töluvert styttra í gær, 236 yarda(216 metra), alls sextán metra munur.

Þrátt fyrir að hafa verið að slá styttra tókst Ólafíu að hitta brautirnar vel í gær rétt eins og aðra daga á mótinu en hún hitti brautina úr upphafshögginu í 47 skipti í 56 tilraunum.

Innáhöggin hjá Ólafíu voru mun betri í dag en hún þurfti aðeins fimm sinnum að bjarga parinu eftir innáhögg fyrir fugli, fimm sinnum sjaldnar en í gær.

Hún var einnig stöðug með pútterinn en eftir að hafa púttað 30 sinnum á fyrsta hring notaði hún pútterinn 28 sinnum á seinustu þremur hringjunum.

Tölfræði Ólafíu frá mótinu má sjá hér fyrir neðan í samantekt GSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×