Enski boltinn

Makélélé ráðinn aðstoðarþjálfari Swansea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Makélélé er mættur til Swansea.
Makélélé er mættur til Swansea. vísir/getty

Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur náð sér í góðan aðstoðarmann; Claude Makélélé, fyrrverandi leikmann Real Madrid og Chelsea.

Makélélé, sem er 43 ára, skrifaði undir samning sem gildir til loka tímabilsins.

Clement og Makélélé þekkjast vel en sá fyrrnefndi var í þjálfarateyminu hjá Chelsea þegar Makélélé lék með liðinu. Þá unnu þeir einnig saman hjá Paris Saint-Germain.

Makélélé átti afar farsælan feril en hann spilaði sem varnarsinnaður miðjumaður. Sú staða var raunar stundum nefnd eftir honum.

Makélélé lék með Real Madrid á árunum 2000-03. Hann varð tvívegis spænskur meistari með Madrídarliðinu og einu sinni Evrópumeistari.

Makélélé fór til Chelsea 2003 og lék með liðinu í fimm ár. Hann varð tvisvar enskur meistari og einu sinni bikarmeistari með Chelsea.

Makélélé var til skamms tíma knattspyrnustjóri Bastia en var rekinn þaðan í nóvember 2014.

Makélélé verður í fyrsta sinn á bekknum hjá Swansea þegar liðið mætir Arsenal á laugardaginn.


Tengdar fréttirFleiri fréttir

Sjá meira