Ósáttir við tafirnar hjá Silicor Materials Haraldur Guðmundsson skrifar 5. janúar 2017 07:00 Silicor Materials samdi við Faxaflóahafnir um lóð á Grundartanga í apríl 2015. Vísir/aðsend Óánægju gætir meðal íslenskra einkafjárfesta, sem tóku þátt í hlutafjársöfnun Silicor Materials, með hversu hægt fjármögnun sólarkísilverksmiðjunnar á Grundartanga miðar. Þeir fjárfestar sem Fréttablaðið ræddi við segja það koma sér á óvart hversu langan tíma það hefur tekið að tryggja verkefninu aukið eigið fé, lánsfjármögnun og þá raforku sem til þarf. Eitt og hálft ár er liðið síðan þeir tóku þátt í hlutafjársöfnun upp á alls fjórtán milljarða króna og stóð þá til að fjármögnuninni lyki um mitt síðasta ár. Fjárfestarnir eiga alls 3,5 prósent í Silicor Materials Iceland Holding hf. í gegnum sex einkahlutafélög. Auðmennirnir Sigurður Sigurgeirsson, byggingaverktaki í Kópavogi, Jón Árni Ágústsson, fyrrverandi hluthafi í spænska lyfjafyrirtækinu Invent Farma og skattakóngur Íslands árið 2012, og hjónin og fjárfestarnir Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir tilheyra þeim hópi. Það gera einnig þeir Ingi Guðjónsson, stofnandi Lyfju og viðskiptafélagi Jóns Árna í Invent Farma, Berglind Björk Jónsdóttir, fjárfestir og tónlistarkennari, og eigendur Málningar hf. í Kópavogi. Þeir fjárfestar sem blaðið ræddi við vildu ekki láta nafns síns getið en sögðust hafa talið að verkefnið yrði nú lengra á veg komið þegar þeir tóku þátt í hlutafjársöfnuninni í ágúst 2015. Þeir hafi samið um ákveðin tímamörk sem Silicor Materials þurfi að mæta svo þeir taki ekki fjárfestingu sína til baka. Forsvarsmaður eins einkahlutafélags úr hópnum segist aftur á móti lítið hafa velt framgangi verksmiðjunnar fyrir sér og að aðkoma hans að verkefninu hafi verið í gegnum Davíð Stefánsson, stjórnarmann í Silicor Materials og talsmann fyrirtækisins. Davíð svaraði ekki beiðni Fréttablaðsins um viðtal en hann hefur bent á að um viðamikla fjárfestingu sé að ræða sem hafi tafist af ýmsum ástæðum. Gildistöku samninga Silicor Materials við Faxaflóahafnir, um hafnaraðstöðu og lóð á Grundartanga, var seinkað um miðjan desember eða til 20. janúar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Engar framkvæmdir hjá Silicor á meðan dómsniðurstöðu er beðið Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. 3. október 2016 07:00 Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30 Óvissa um fjármagn og orku seinkar sólarkísilverksmiðju Ákvörðun Silicor Materials um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga hefur verið frestað vegna óvissu um fjármögnun og orkuöflun. 16. desember 2016 10:01 Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Óánægju gætir meðal íslenskra einkafjárfesta, sem tóku þátt í hlutafjársöfnun Silicor Materials, með hversu hægt fjármögnun sólarkísilverksmiðjunnar á Grundartanga miðar. Þeir fjárfestar sem Fréttablaðið ræddi við segja það koma sér á óvart hversu langan tíma það hefur tekið að tryggja verkefninu aukið eigið fé, lánsfjármögnun og þá raforku sem til þarf. Eitt og hálft ár er liðið síðan þeir tóku þátt í hlutafjársöfnun upp á alls fjórtán milljarða króna og stóð þá til að fjármögnuninni lyki um mitt síðasta ár. Fjárfestarnir eiga alls 3,5 prósent í Silicor Materials Iceland Holding hf. í gegnum sex einkahlutafélög. Auðmennirnir Sigurður Sigurgeirsson, byggingaverktaki í Kópavogi, Jón Árni Ágústsson, fyrrverandi hluthafi í spænska lyfjafyrirtækinu Invent Farma og skattakóngur Íslands árið 2012, og hjónin og fjárfestarnir Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir tilheyra þeim hópi. Það gera einnig þeir Ingi Guðjónsson, stofnandi Lyfju og viðskiptafélagi Jóns Árna í Invent Farma, Berglind Björk Jónsdóttir, fjárfestir og tónlistarkennari, og eigendur Málningar hf. í Kópavogi. Þeir fjárfestar sem blaðið ræddi við vildu ekki láta nafns síns getið en sögðust hafa talið að verkefnið yrði nú lengra á veg komið þegar þeir tóku þátt í hlutafjársöfnuninni í ágúst 2015. Þeir hafi samið um ákveðin tímamörk sem Silicor Materials þurfi að mæta svo þeir taki ekki fjárfestingu sína til baka. Forsvarsmaður eins einkahlutafélags úr hópnum segist aftur á móti lítið hafa velt framgangi verksmiðjunnar fyrir sér og að aðkoma hans að verkefninu hafi verið í gegnum Davíð Stefánsson, stjórnarmann í Silicor Materials og talsmann fyrirtækisins. Davíð svaraði ekki beiðni Fréttablaðsins um viðtal en hann hefur bent á að um viðamikla fjárfestingu sé að ræða sem hafi tafist af ýmsum ástæðum. Gildistöku samninga Silicor Materials við Faxaflóahafnir, um hafnaraðstöðu og lóð á Grundartanga, var seinkað um miðjan desember eða til 20. janúar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Engar framkvæmdir hjá Silicor á meðan dómsniðurstöðu er beðið Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. 3. október 2016 07:00 Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30 Óvissa um fjármagn og orku seinkar sólarkísilverksmiðju Ákvörðun Silicor Materials um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga hefur verið frestað vegna óvissu um fjármögnun og orkuöflun. 16. desember 2016 10:01 Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Engar framkvæmdir hjá Silicor á meðan dómsniðurstöðu er beðið Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. 3. október 2016 07:00
Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30
Óvissa um fjármagn og orku seinkar sólarkísilverksmiðju Ákvörðun Silicor Materials um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga hefur verið frestað vegna óvissu um fjármögnun og orkuöflun. 16. desember 2016 10:01
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun