Lögregluvarðstjórinn á Þórshöfn hefur misst húsið, bátinn og vinnustaðinn í eldsvoða Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. desember 2016 11:43 Altjón varð þegar Grillskáli N1 á Þórshöfn á Langanesi brann á þriðjudag. Um er að ræða einu bensínstöðina í byggðarlaginu. vísir/kristinn lárusson Jón Stefánsson, lögregluvarðstjóri á Þórshöfn, missti síðastliðinn þriðjudag rekstur sinn þegar Grillskáli N1 brann til kaldra kola. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Jón verður fyrir slíku áfalli því hann hefur tvisvar til viðbótar lent í alvarlegum eldsvoða.Fyrst heimilið svo báturinn „Ég lenti í því þegar ég var kornungur maður, eða árið 1978, þegar við vorum nýbyrjuð að búa hjónin að húsið brann. Þá misstum við nánast allt saman,“ segir Jón í samtali við Vísi, en kviknað hafði í út frá ljósi. „Þær upplýsingar sem ég fékk á sínum tíma voru að það kviknaði í út frá ljósi á gangi. En þetta var altjón, það fór allt.“Eldur kom upp í bátnum Draupni ÞH 180 hinn 18. mars 2007. Eldurinn kviknaði út frá biluðu hleðslutæki.mynd/rannsóknarnefnd samgönguslysaNæst var það bátur sem Jón og þrír aðrir áttu saman sem brann og eyðilagðist árið 2007. „Hann eyðilagðist ekki algjörlega en það var það mikið tjón að tryggingarnar vildu ekki gera hann upp,“ segir Jón. Eldurinn hafði kviknað út frá biluðu hleðslutæki og miklar skemmdir urðu í vélarrúmi auk þess sem eldurinn hafði komist um mannop upp í stýrishús og voru öll tæki þar mikið skemmd auk rafbúnaðar.Fjölskyldan besta meðalið Nú síðast brann Grillskáli N1, sem er bensínstöð og sjoppa; eina bensínstöðin í byggðarlaginu. Þar var jafnframt um altjón að ræða og óvíst hvert framhaldið verður, en húsnæðið var í eigu N1. Jón segist þó gera fastlega ráð fyrir að ráðist verði í uppbyggingu á húsnæðinu, en hann hafði rekið verslunina í um tvö ár með dóttur sinni. „Mér finnst það líklegra en annað, en þetta er auðvitað í eigu N1 og þá þeirra að meta það."Grillskálinn gjöreyðilagðist í eldsvoðanum á þriðjudag.vísir/kristinn lárussonJón segir að þrátt fyrir ítrekuð áföll af þessum toga sé ekkert annað í stöðunni en að halda áfram og takast á við þau eftir bestu getu. Fjölskyldan sé það sem komi sér í gegnum þau. „Maður er bara orðlaus yfir þessu. Stóra spurningin er auðvitað sú hvernig maður tekst á við svona. En það er fyrst og fremst fjölskyldan. Dóttir mín og dótturdóttir hafa verið hér hjá mér og synir mínir þrír eru allir að koma til mín; einn úr bænum, einn af Akranesi og annar frá Akureyri,“ segir Jón og slær á kjölfarið á létta strengi og segist mögulega einn óheppnasti maður landsins. Rannsókn á eldsvoðanum síðastliðinn þriðjudag stendur enn yfir. Tengdar fréttir Mikið tilfinningatjón fyrir alla bæjarbúa Eina sjoppan á Þórshöfn á Langanesi brann til kaldra kola í nótt. 13. desember 2016 11:53 Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01 Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Grillskálinn í Þórshöfn var félagsmiðstöð íbúa Þórshafnar. Þar hittust bæjarbúar yfir rjúkandi kaffibolla og fóru yfir daginn og veginn í rúm 50 ár. Skálinn brann í fyrrinótt og eru bæjarbúar slegnir yfir að hafa misst eitt sitt 14. desember 2016 07:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
Jón Stefánsson, lögregluvarðstjóri á Þórshöfn, missti síðastliðinn þriðjudag rekstur sinn þegar Grillskáli N1 brann til kaldra kola. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Jón verður fyrir slíku áfalli því hann hefur tvisvar til viðbótar lent í alvarlegum eldsvoða.Fyrst heimilið svo báturinn „Ég lenti í því þegar ég var kornungur maður, eða árið 1978, þegar við vorum nýbyrjuð að búa hjónin að húsið brann. Þá misstum við nánast allt saman,“ segir Jón í samtali við Vísi, en kviknað hafði í út frá ljósi. „Þær upplýsingar sem ég fékk á sínum tíma voru að það kviknaði í út frá ljósi á gangi. En þetta var altjón, það fór allt.“Eldur kom upp í bátnum Draupni ÞH 180 hinn 18. mars 2007. Eldurinn kviknaði út frá biluðu hleðslutæki.mynd/rannsóknarnefnd samgönguslysaNæst var það bátur sem Jón og þrír aðrir áttu saman sem brann og eyðilagðist árið 2007. „Hann eyðilagðist ekki algjörlega en það var það mikið tjón að tryggingarnar vildu ekki gera hann upp,“ segir Jón. Eldurinn hafði kviknað út frá biluðu hleðslutæki og miklar skemmdir urðu í vélarrúmi auk þess sem eldurinn hafði komist um mannop upp í stýrishús og voru öll tæki þar mikið skemmd auk rafbúnaðar.Fjölskyldan besta meðalið Nú síðast brann Grillskáli N1, sem er bensínstöð og sjoppa; eina bensínstöðin í byggðarlaginu. Þar var jafnframt um altjón að ræða og óvíst hvert framhaldið verður, en húsnæðið var í eigu N1. Jón segist þó gera fastlega ráð fyrir að ráðist verði í uppbyggingu á húsnæðinu, en hann hafði rekið verslunina í um tvö ár með dóttur sinni. „Mér finnst það líklegra en annað, en þetta er auðvitað í eigu N1 og þá þeirra að meta það."Grillskálinn gjöreyðilagðist í eldsvoðanum á þriðjudag.vísir/kristinn lárussonJón segir að þrátt fyrir ítrekuð áföll af þessum toga sé ekkert annað í stöðunni en að halda áfram og takast á við þau eftir bestu getu. Fjölskyldan sé það sem komi sér í gegnum þau. „Maður er bara orðlaus yfir þessu. Stóra spurningin er auðvitað sú hvernig maður tekst á við svona. En það er fyrst og fremst fjölskyldan. Dóttir mín og dótturdóttir hafa verið hér hjá mér og synir mínir þrír eru allir að koma til mín; einn úr bænum, einn af Akranesi og annar frá Akureyri,“ segir Jón og slær á kjölfarið á létta strengi og segist mögulega einn óheppnasti maður landsins. Rannsókn á eldsvoðanum síðastliðinn þriðjudag stendur enn yfir.
Tengdar fréttir Mikið tilfinningatjón fyrir alla bæjarbúa Eina sjoppan á Þórshöfn á Langanesi brann til kaldra kola í nótt. 13. desember 2016 11:53 Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01 Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Grillskálinn í Þórshöfn var félagsmiðstöð íbúa Þórshafnar. Þar hittust bæjarbúar yfir rjúkandi kaffibolla og fóru yfir daginn og veginn í rúm 50 ár. Skálinn brann í fyrrinótt og eru bæjarbúar slegnir yfir að hafa misst eitt sitt 14. desember 2016 07:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
Mikið tilfinningatjón fyrir alla bæjarbúa Eina sjoppan á Þórshöfn á Langanesi brann til kaldra kola í nótt. 13. desember 2016 11:53
Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01
Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Grillskálinn í Þórshöfn var félagsmiðstöð íbúa Þórshafnar. Þar hittust bæjarbúar yfir rjúkandi kaffibolla og fóru yfir daginn og veginn í rúm 50 ár. Skálinn brann í fyrrinótt og eru bæjarbúar slegnir yfir að hafa misst eitt sitt 14. desember 2016 07:00