Lögregluvarðstjórinn á Þórshöfn hefur misst húsið, bátinn og vinnustaðinn í eldsvoða Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. desember 2016 11:43 Altjón varð þegar Grillskáli N1 á Þórshöfn á Langanesi brann á þriðjudag. Um er að ræða einu bensínstöðina í byggðarlaginu. vísir/kristinn lárusson Jón Stefánsson, lögregluvarðstjóri á Þórshöfn, missti síðastliðinn þriðjudag rekstur sinn þegar Grillskáli N1 brann til kaldra kola. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Jón verður fyrir slíku áfalli því hann hefur tvisvar til viðbótar lent í alvarlegum eldsvoða.Fyrst heimilið svo báturinn „Ég lenti í því þegar ég var kornungur maður, eða árið 1978, þegar við vorum nýbyrjuð að búa hjónin að húsið brann. Þá misstum við nánast allt saman,“ segir Jón í samtali við Vísi, en kviknað hafði í út frá ljósi. „Þær upplýsingar sem ég fékk á sínum tíma voru að það kviknaði í út frá ljósi á gangi. En þetta var altjón, það fór allt.“Eldur kom upp í bátnum Draupni ÞH 180 hinn 18. mars 2007. Eldurinn kviknaði út frá biluðu hleðslutæki.mynd/rannsóknarnefnd samgönguslysaNæst var það bátur sem Jón og þrír aðrir áttu saman sem brann og eyðilagðist árið 2007. „Hann eyðilagðist ekki algjörlega en það var það mikið tjón að tryggingarnar vildu ekki gera hann upp,“ segir Jón. Eldurinn hafði kviknað út frá biluðu hleðslutæki og miklar skemmdir urðu í vélarrúmi auk þess sem eldurinn hafði komist um mannop upp í stýrishús og voru öll tæki þar mikið skemmd auk rafbúnaðar.Fjölskyldan besta meðalið Nú síðast brann Grillskáli N1, sem er bensínstöð og sjoppa; eina bensínstöðin í byggðarlaginu. Þar var jafnframt um altjón að ræða og óvíst hvert framhaldið verður, en húsnæðið var í eigu N1. Jón segist þó gera fastlega ráð fyrir að ráðist verði í uppbyggingu á húsnæðinu, en hann hafði rekið verslunina í um tvö ár með dóttur sinni. „Mér finnst það líklegra en annað, en þetta er auðvitað í eigu N1 og þá þeirra að meta það."Grillskálinn gjöreyðilagðist í eldsvoðanum á þriðjudag.vísir/kristinn lárussonJón segir að þrátt fyrir ítrekuð áföll af þessum toga sé ekkert annað í stöðunni en að halda áfram og takast á við þau eftir bestu getu. Fjölskyldan sé það sem komi sér í gegnum þau. „Maður er bara orðlaus yfir þessu. Stóra spurningin er auðvitað sú hvernig maður tekst á við svona. En það er fyrst og fremst fjölskyldan. Dóttir mín og dótturdóttir hafa verið hér hjá mér og synir mínir þrír eru allir að koma til mín; einn úr bænum, einn af Akranesi og annar frá Akureyri,“ segir Jón og slær á kjölfarið á létta strengi og segist mögulega einn óheppnasti maður landsins. Rannsókn á eldsvoðanum síðastliðinn þriðjudag stendur enn yfir. Tengdar fréttir Mikið tilfinningatjón fyrir alla bæjarbúa Eina sjoppan á Þórshöfn á Langanesi brann til kaldra kola í nótt. 13. desember 2016 11:53 Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01 Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Grillskálinn í Þórshöfn var félagsmiðstöð íbúa Þórshafnar. Þar hittust bæjarbúar yfir rjúkandi kaffibolla og fóru yfir daginn og veginn í rúm 50 ár. Skálinn brann í fyrrinótt og eru bæjarbúar slegnir yfir að hafa misst eitt sitt 14. desember 2016 07:00 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Jón Stefánsson, lögregluvarðstjóri á Þórshöfn, missti síðastliðinn þriðjudag rekstur sinn þegar Grillskáli N1 brann til kaldra kola. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Jón verður fyrir slíku áfalli því hann hefur tvisvar til viðbótar lent í alvarlegum eldsvoða.Fyrst heimilið svo báturinn „Ég lenti í því þegar ég var kornungur maður, eða árið 1978, þegar við vorum nýbyrjuð að búa hjónin að húsið brann. Þá misstum við nánast allt saman,“ segir Jón í samtali við Vísi, en kviknað hafði í út frá ljósi. „Þær upplýsingar sem ég fékk á sínum tíma voru að það kviknaði í út frá ljósi á gangi. En þetta var altjón, það fór allt.“Eldur kom upp í bátnum Draupni ÞH 180 hinn 18. mars 2007. Eldurinn kviknaði út frá biluðu hleðslutæki.mynd/rannsóknarnefnd samgönguslysaNæst var það bátur sem Jón og þrír aðrir áttu saman sem brann og eyðilagðist árið 2007. „Hann eyðilagðist ekki algjörlega en það var það mikið tjón að tryggingarnar vildu ekki gera hann upp,“ segir Jón. Eldurinn hafði kviknað út frá biluðu hleðslutæki og miklar skemmdir urðu í vélarrúmi auk þess sem eldurinn hafði komist um mannop upp í stýrishús og voru öll tæki þar mikið skemmd auk rafbúnaðar.Fjölskyldan besta meðalið Nú síðast brann Grillskáli N1, sem er bensínstöð og sjoppa; eina bensínstöðin í byggðarlaginu. Þar var jafnframt um altjón að ræða og óvíst hvert framhaldið verður, en húsnæðið var í eigu N1. Jón segist þó gera fastlega ráð fyrir að ráðist verði í uppbyggingu á húsnæðinu, en hann hafði rekið verslunina í um tvö ár með dóttur sinni. „Mér finnst það líklegra en annað, en þetta er auðvitað í eigu N1 og þá þeirra að meta það."Grillskálinn gjöreyðilagðist í eldsvoðanum á þriðjudag.vísir/kristinn lárussonJón segir að þrátt fyrir ítrekuð áföll af þessum toga sé ekkert annað í stöðunni en að halda áfram og takast á við þau eftir bestu getu. Fjölskyldan sé það sem komi sér í gegnum þau. „Maður er bara orðlaus yfir þessu. Stóra spurningin er auðvitað sú hvernig maður tekst á við svona. En það er fyrst og fremst fjölskyldan. Dóttir mín og dótturdóttir hafa verið hér hjá mér og synir mínir þrír eru allir að koma til mín; einn úr bænum, einn af Akranesi og annar frá Akureyri,“ segir Jón og slær á kjölfarið á létta strengi og segist mögulega einn óheppnasti maður landsins. Rannsókn á eldsvoðanum síðastliðinn þriðjudag stendur enn yfir.
Tengdar fréttir Mikið tilfinningatjón fyrir alla bæjarbúa Eina sjoppan á Þórshöfn á Langanesi brann til kaldra kola í nótt. 13. desember 2016 11:53 Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01 Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Grillskálinn í Þórshöfn var félagsmiðstöð íbúa Þórshafnar. Þar hittust bæjarbúar yfir rjúkandi kaffibolla og fóru yfir daginn og veginn í rúm 50 ár. Skálinn brann í fyrrinótt og eru bæjarbúar slegnir yfir að hafa misst eitt sitt 14. desember 2016 07:00 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Mikið tilfinningatjón fyrir alla bæjarbúa Eina sjoppan á Þórshöfn á Langanesi brann til kaldra kola í nótt. 13. desember 2016 11:53
Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01
Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Grillskálinn í Þórshöfn var félagsmiðstöð íbúa Þórshafnar. Þar hittust bæjarbúar yfir rjúkandi kaffibolla og fóru yfir daginn og veginn í rúm 50 ár. Skálinn brann í fyrrinótt og eru bæjarbúar slegnir yfir að hafa misst eitt sitt 14. desember 2016 07:00