Körfubolti

Hörður Axel: Ekki búinn að loka dyrunum á atvinnumennskuna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður Axel Vilhjálmsson, leikstjórnandi íslenska körfuboltalandsliðsins, kveðst spenntur fyrir komandi tímum, bæði innan vallar sem utan.

Eins og frá greint fyrr í vikunni er Hörður Axel kominn aftur hingað til lands eftir stutt stopp í Belgíu. Hann klæðist Keflavíkurtreyjunni á nýjan leik þegar liðið mætir Haukum á morgun.

„Það eru öðruvísi tímar hjá mér núna þar sem konan mín er ólétt. Við viljum njóta þess að vera í kringum fjölskyldu og vini,“ sagði Hörður Axel í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Ég hef yfirleitt verið með margra ára plan en vera kominn með barn gefur manni nýja sýn á hlutina. Maður vill njóta lífsins, hvort sem það verður hér eða annars staðar. Það kemur bara í ljós. Ég er ekkert búinn að loka dyrunum á að fara aftur í atvinnumennsku,“ bætti Hörður Axel við.

Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Hörður Axel: Lið eru hætt að vanmeta okkur

Hörður Axel Vilhjálmsson var viss þegar hann var spurður að því hvort hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með riðilinn sem íslenska körfuboltalandsliðið lenti í á EM á næsta ári.

Hörður Axel á heimleið á ný

Hörður Axel Vilhjálmsson er á heimleið en hann staðfesti það á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann mun samkvæmt heimildum íþróttadeildar semja við Keflavík og leika með liðinu gegn Haukum á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×