Pétur Rúnar Birgisson var frábær í liði Tindastóls sem vann ÍR í síðustu umferð Dominos-deildarinnar.
Pétur skoraði 22 stig, tók níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Sérfræðingarnir í Dominos-körfuboltakvöldinu fóru í gegnum leik Péturs og hans hlutverk í liðið Tindastóls í gærkvöldi og var það þeirra mat að Pétur væri í raun kannski með of stórt hlutverk í liði Tindastóls.
Hann þyrfti að fá fleiri leikmenn í liðinu með sér. Stólarnir unnu engu að síður 82-68 sigur á útivelli.
