Enski boltinn

Yaya Toure var niðurlægður

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Toure hefur aðeins komið við sögu í einum leik á tímabilinu.
Toure hefur aðeins komið við sögu í einum leik á tímabilinu. vísir/getty
Umboðsmaður Yaya Toure segir að Pep Guardiola hafi niðurlægt leikmanninn þegar hann valdi hann ekki í Meistaradeildarhóp Manchester City.

Hinn 33 ára gamli Toure virðist ekki vera inni í myndinni hjá Guardiola. Fílabeinsstrendingurinn hefur ekki verið í leikmannahópi City í fyrstu þremur leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni og þá er ljóst að hann spilar ekki meira með í Meistaradeild Evrópu.

„Ef hann [Guardiola] vinnur Meistaradeildina þetta tímabilið mun ég fara til Englands og segja í sjónvarpi að Pep Guardiola sé besti knattspyrnustjóri í heimi,“ sagði Dimitri Seluk, umboðsmaður Toure.

Honum finnst Guardiola hafi komið illa fram við sinn mann.

„En ef City mistekst að vinna Meistaradeildina vona ég að Guardiola hafi kjark til að segja að það hafi verið rangt af honum að niðurlægja frábæran leikmann eins og Yaya,“ sagði Seluk.

„Þetta er ákvörðun Guardiola og við verðum að virða hana. Yaya er fagmaður og mun gera allt sem hann er beðinn um.“

Þrátt fyrir allt segir Seluk líklegast að Toure verði hjá City út þetta tímabil.

„Yaya spilar með City á þessu tímabili. Hann fer ekki í janúar. Hann vonast til að fá tækifæri til að sanna sig,“ sagði umboðsmaðurinn.

Toure kom til City frá Barcelona árið 2010 og hefur alls leikið 266 leiki fyrir enska liðið og skorað 75 mörk. Hann varð enskur meistari með City 2012 og 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×