Fótbolti

Toure ekki í Meistaradeildarhópi Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Toure fagnar ekki mikið í vetur. Nema kannski þegar hann fær útborgað.
Toure fagnar ekki mikið í vetur. Nema kannski þegar hann fær útborgað. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Man. City, kom mörgum á óvart í dag er hann ákvað að velja Yaya Toure ekki í Meistaradeildarhóp félagsins.

City má aðeins vera með 17 erlenda leikmenn á skrá hjá sér í keppninni og eru 18 í hópnum. Toure er sem sagt lélegasti útlendingurinn í liðinu að mati stjórans.

Hinn 33 ára gamli Toure hefur verið algjör lykilmaður í liði Man. City síðustu ár en á hann er ekki treyst lengur.

Hann hefur aðeins spilað einn leik undir stjórn Pep á leiktíðinni og virðist vera orðin alger varaskeifa hjá félaginu.

Toure er samningsbundinn City fram á næsta sumar og hefur engan áhuga á að yfirgefa launaseðilinn sem hann er að fá hjá City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×