Lífið

Lærðu dansinn við Sorry með Justin Bieber - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fínar leiðbeiningar.
Fínar leiðbeiningar.
Eldri danshópur Dansstúdíó World Class átti í skemmtilegu samstarfi við Senu Live vegna tónleika Justin Bieber á Íslandi sem fara fram í lok þessarar viku.

Hópurinn er skipaður úrvals nemendum skólans á aldrinum 13-17 ára en það er Karen Benediktsdóttir sem er í forsvari í danskennslumyndbandi sem birtist á Facebook-síðu Senu Live í dag.

Hópurinn tók saman fjögur einföld og skemmtileg spor úr dansmyndbandinu Sorry sem er einmitt vinsælasta myndband Justin Bieber og hefur vakið mikla athygli á heimsvísu á þessu ári.

Danshöfundurinn og dansarinn Parris Goebel frá Nýja Sjálandi samdi rútínuna og hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna vestanhafs fyrir verkið. Tilgangur myndbandsins er að veita fólki tækifæri til þess að læra dansrútínuna fyrir tónleikana og geta þar með átt möguleika á að dansa með á tónleikunum.

Dansstúdíó World Class býður upp á markvisst og framsækið dansnám og hefst haustönn 12. september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×