Lífið

Justin Bieber yfirgaf Reykjavíkurflugvöll í þyrlu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Justin Bieber á spjalli við Reyni Frey Pétursson flugstjóra.
Justin Bieber á spjalli við Reyni Frey Pétursson flugstjóra. Vísir/Vilhelm
Poppstjarnan Justin Bieber lenti á Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálfeitt í dag. Bieber kom til landsins í einkaflugvél frá Los Angeles þar sem hann hefur verið undanfarna daga. 

Töluvörður fjöldi fólks, þá aðallega stúlkur á táningsaldri, fylgdist með komu Bieber fyrir utan girðinguna við flugvöllinn. Um tuttugu mínútna bið var á því að Bieber stigi frá borði en þegar hann gekk út reif fólk snjallsímana á loft og smellti af í gríð og erg.

Ekki er vitað hvert Bieber hyggst halda eða hvernig hann mun nýta rúman sólarhring fram að fyrri tónleikunum í Kórnum annað kvöld. Skíði og hjólabretti eru með í för.

Bein útsending var á Vísi frá komu Bieber til landsins og má sjá hana í heild sinni hér að neðan.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×