Nýjar bjöllutegundir fundust í árvissum leiðangri vísindamanna Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2016 08:00 Tvær tegundir jötunuxa eru meðal nýrra smádýra í Surtsey. Mynd/Erling Ólafsson Ný smádýr fundust í árvissum leiðangri vísindamanna út í Surtsey, að því er fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar. Þá kom í ljós að háplöntum hafði fækkað í eyjunni. Leiðangurinn stóð 18. til 22. júlí síðastliðinn. Í leiðangrinum var reglubundnum verkum í eyjunni sinnt en eitt markmiða hans var að fjarlægja ýmsa aðskotahluti sem rekið hafði á fjörur eyjunnar og restar byggingarefnis frá því að hús Surtseyjarfélagsins, Pálsbær, var lagfært síðastliðið haust. Surtsey er syðsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum og myndaðist í neðansjávareldgosi sem fyrst varð vart 14. nóvember 1963. Gosið stóð til 5. júní 1967. Surtsey er á heimsminjaskrá UNESCO og er friðlýst frá árinu 1965. Sagt er frá leiðangrinum á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands. Ekki viðraði vel til athugana á smádýrum sem bitnaði á árangri söfnunar. Þó uppgötvuðust fjórar nýjar bjöllutegundir sem ekki hafa fundist á eyjunni áður. Bjöllurnar voru fjallasmiður, steinvarta og tvær tegundir jötunuxa sem þó þarf að staðfesta betur. Báðar tegundirnar eru þó fágætar og önnur ný fyrir Ísland ef rétt reynist. Varp máfa var með albesta móti. Varppörum hafði fjölgað og afkoma unga var betri. Sílamáfurinn hefur flúið svartbakinn sem styrkst hefur mjög en allt að þrjátíu pör hafa orpið á tanga eyjunnar en að jafnaði hafa þau verið þrjú talsins. Einnig er sagt frá því að háplöntutegundum hafi fækkað um fjórar frá síðasta ári. Alls fannst 61 tegund háplantna en frá upphafi hafa alls fundist 73 tegundir á eyjunni. Tegundir sem ekki sáust í ár voru gleym-mér-ei, beringspuntur, maríustakkur, lækjagrýta og heiðardúnurt. Veðurofsi virðist hafa verið töluverður síðasta vetur og voru ummerki hans augljós á nokkrum stöðum.Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Surtsey Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Ný smádýr fundust í árvissum leiðangri vísindamanna út í Surtsey, að því er fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar. Þá kom í ljós að háplöntum hafði fækkað í eyjunni. Leiðangurinn stóð 18. til 22. júlí síðastliðinn. Í leiðangrinum var reglubundnum verkum í eyjunni sinnt en eitt markmiða hans var að fjarlægja ýmsa aðskotahluti sem rekið hafði á fjörur eyjunnar og restar byggingarefnis frá því að hús Surtseyjarfélagsins, Pálsbær, var lagfært síðastliðið haust. Surtsey er syðsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum og myndaðist í neðansjávareldgosi sem fyrst varð vart 14. nóvember 1963. Gosið stóð til 5. júní 1967. Surtsey er á heimsminjaskrá UNESCO og er friðlýst frá árinu 1965. Sagt er frá leiðangrinum á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands. Ekki viðraði vel til athugana á smádýrum sem bitnaði á árangri söfnunar. Þó uppgötvuðust fjórar nýjar bjöllutegundir sem ekki hafa fundist á eyjunni áður. Bjöllurnar voru fjallasmiður, steinvarta og tvær tegundir jötunuxa sem þó þarf að staðfesta betur. Báðar tegundirnar eru þó fágætar og önnur ný fyrir Ísland ef rétt reynist. Varp máfa var með albesta móti. Varppörum hafði fjölgað og afkoma unga var betri. Sílamáfurinn hefur flúið svartbakinn sem styrkst hefur mjög en allt að þrjátíu pör hafa orpið á tanga eyjunnar en að jafnaði hafa þau verið þrjú talsins. Einnig er sagt frá því að háplöntutegundum hafi fækkað um fjórar frá síðasta ári. Alls fannst 61 tegund háplantna en frá upphafi hafa alls fundist 73 tegundir á eyjunni. Tegundir sem ekki sáust í ár voru gleym-mér-ei, beringspuntur, maríustakkur, lækjagrýta og heiðardúnurt. Veðurofsi virðist hafa verið töluverður síðasta vetur og voru ummerki hans augljós á nokkrum stöðum.Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Surtsey Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira