Sannleikurinn um sykurskatt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 10. ágúst 2016 10:00 Um liðna helgi bárust fréttir af því að embætti landlæknis teldi nauðsynlegt að hækka virðisaukaskatt á sykraðar matvörur úr 11% í 24%. Rökstuðningur embættisins var á þá leið að niðurstöður rannsókna sýndu að álögur á gosdrykki gætu verið árangursrík leið til að draga úr neyslu. Þá var vísað til reynslu annarra ríkja, sem sýndi að aukin skattheimta á sykruð matvæli skilaði árangri og var Mexíkó þar sérstaklega nefnt. Hið rétta er að sykurskattur er vond leið til að reyna að stýra neyslu á sykruðum matvælum. Því til stuðnings þarf hvorki að benda á ónefndar erlendar rannsóknir né reynslu ríkja á borð við Mexíkó, sem eiga lítt sambærilegt við Ísland. Staðreyndin er sú að sykurskattur var lagður á hér á landi í mars 2013 í formi vörugjalda. Hann var aflagður í árslok 2014. Áhrif skattsins voru engin á neyslu, en tekjur ríkissjóðs jukust hins vegar um einn milljarð króna. Neytendur héldu því áfram að kaupa sykruð matvæli þrátt fyrir að þau væru dýrari. Ekki hefði verið úr vegi að inna landlæknisembættið eftir þessari niðurstöðu, þegar embættið fer nú aftur af stað með tillögur um að draga fleiri krónur úr vasa neytenda. Þar sem reynsla Mexíkó var sérstaklega nefnd, hefði heldur ekki verið úr vegi að upplýsa að sala á sykruðum gosdrykkjum hefur aftur farið vaxandi þar í landi. Þegar sykurskattur á gosdrykki var lagður á í Mexíkó dróst sala þeirra saman um 1,9% árið 2014. Árið 2015 jókst salan hins vegar aftur um 0,5%. Áhrifin voru því skammvinn. Þá verður ekki hjá því litið að samhliða var ráðist í aðrar aðgerðir, meðal annars forvarnir og fræðslu, á vegum mexíkóska ríkisins til að draga úr offitu. Samdrátt í sölu má því einnig rekja til þeirra aðgerða. Ekki er síður athyglivert að mjólkurvörur og ávaxtasafar voru ekki skattlögð með sambærilegum hætti og gosdrykkir. Neysla þessara afurða jókst þannig um leið og sala gosdrykkja dróst saman. Neytendur færðu sig því frá einni sykraðri vöru í aðra. Neyslu sykraðra matvæla verður ekki stýrt með sköttum, boðum og bönnum. Lýðheilsa er best tryggð með fræðslu og forvörnum. Að endingu er það síðan neytandinn sjálfur sem á að hafa val um það hvaða mat hann leggur sér til munns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Um liðna helgi bárust fréttir af því að embætti landlæknis teldi nauðsynlegt að hækka virðisaukaskatt á sykraðar matvörur úr 11% í 24%. Rökstuðningur embættisins var á þá leið að niðurstöður rannsókna sýndu að álögur á gosdrykki gætu verið árangursrík leið til að draga úr neyslu. Þá var vísað til reynslu annarra ríkja, sem sýndi að aukin skattheimta á sykruð matvæli skilaði árangri og var Mexíkó þar sérstaklega nefnt. Hið rétta er að sykurskattur er vond leið til að reyna að stýra neyslu á sykruðum matvælum. Því til stuðnings þarf hvorki að benda á ónefndar erlendar rannsóknir né reynslu ríkja á borð við Mexíkó, sem eiga lítt sambærilegt við Ísland. Staðreyndin er sú að sykurskattur var lagður á hér á landi í mars 2013 í formi vörugjalda. Hann var aflagður í árslok 2014. Áhrif skattsins voru engin á neyslu, en tekjur ríkissjóðs jukust hins vegar um einn milljarð króna. Neytendur héldu því áfram að kaupa sykruð matvæli þrátt fyrir að þau væru dýrari. Ekki hefði verið úr vegi að inna landlæknisembættið eftir þessari niðurstöðu, þegar embættið fer nú aftur af stað með tillögur um að draga fleiri krónur úr vasa neytenda. Þar sem reynsla Mexíkó var sérstaklega nefnd, hefði heldur ekki verið úr vegi að upplýsa að sala á sykruðum gosdrykkjum hefur aftur farið vaxandi þar í landi. Þegar sykurskattur á gosdrykki var lagður á í Mexíkó dróst sala þeirra saman um 1,9% árið 2014. Árið 2015 jókst salan hins vegar aftur um 0,5%. Áhrifin voru því skammvinn. Þá verður ekki hjá því litið að samhliða var ráðist í aðrar aðgerðir, meðal annars forvarnir og fræðslu, á vegum mexíkóska ríkisins til að draga úr offitu. Samdrátt í sölu má því einnig rekja til þeirra aðgerða. Ekki er síður athyglivert að mjólkurvörur og ávaxtasafar voru ekki skattlögð með sambærilegum hætti og gosdrykkir. Neysla þessara afurða jókst þannig um leið og sala gosdrykkja dróst saman. Neytendur færðu sig því frá einni sykraðri vöru í aðra. Neyslu sykraðra matvæla verður ekki stýrt með sköttum, boðum og bönnum. Lýðheilsa er best tryggð með fræðslu og forvörnum. Að endingu er það síðan neytandinn sjálfur sem á að hafa val um það hvaða mat hann leggur sér til munns.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun