Lífið

Justin Bieber neitaði að syngja á landsþingi Repúblikanaflokksins fyrir hálfan milljarð

Birgir Olgeirsson skrifar
Justin Bieber.
Justin Bieber. Vísir/Getty
 Justin Bieber er sagður hafa hafnað fimm milljóna dollara tilboði, sem nemur um 590 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, fyrir að koma fram á landsþingi Repúblikanaflokksins.

Samkvæmt bandarísku síðunni TMZ þá hefði þetta orðið hans hæsti launaseðill, ef svo má að orði komast, og var honum tjáð af skipuleggjendum að framkoma hans hefði ekki verið í pólitískum tilgangi.

Fjármagnið var komið frá vildarmönnum flokksins sem voru jafnframt tilbúnir að greiða fyrir alla uppsetningu á tónleikabúnaði Biebers.

Bieber er sagður hafa leitað ráða hjá körfuknattleiksmanninum LeBron James sem er sagður hafa hvatt söngvarar til að hafna þessu tilboði.

TMZ segir umboðsmann BiebersScooter Braun, sem sjálfur hefur aflað fjár fyrir Hillary Clinton forsetaefni Demókrataflokksins, hafa tjáð Bieber að hann myndi hætta sem umboðsmaður hans ef  hann tæki tilboðinu. 







Fleiri fréttir

Sjá meira


×