Viðskipti innlent

Ekki þörf á nýjum stórvirkjunum vegna sæstrengs

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.

Orkuþörf sæstrengs frá Íslandi til Bretlands verður að miklu leyti uppfyllt úr bættri nýtingu á núverandi kerfum. Gert er ráð fyrir að einungis komi 250 megawött úr hefðbundnum virkjanakostum, ígildi innan við helmings Kárahnjúkavirkjunar. Þetta segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Hann segir útilokað að meta það hvenær sæstrengur geti orðið að veruleika.

„Ég er mjög ánægður með skýrsluna um þjóðahagslegu áhrifin á Íslandi og Bretlandi, það er áhugavert að skýr áhugi Breta komi fram. Bretar staðfesta að það komi til greina að nýta styrkjakerfi sem öll orkuver sem byggð eru í Bretlandi njóta," segir Hörður. Hann segir þó  mörgum spurningum enn ósvarað.

Sjá einnig: Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir
Hörður segir að orkuþörfin fyrir sæstreng komi að mjög miklu leyti út úr nýjum smærri kostum eins og litlum vatnsaflsvirkjunum, vindorku og lághita/jarðhita sem ekki er verið að nýta í dag. „Þetta er ekki fyrst og fremst stór virkjunarframkvæmd."

Hörður ítrekar að mikilvægt sé að blanda ekki umræðunni um sæstreng saman með hvað Landsvirkjun ákveður að virkja. „Sæstrengur mun ekki breyta því hvernig við flokkum okkar virkjanakosti. Skýrslan styður að þetta geti rúmast innan þeirra áforma sem virðist ágæt sátt um á Íslandi."

Hörður telur að til skemmri tíma litið muni ákvörðun Breta að ganga úr Evrópusambandinu hafa einhver áhrif á áframhaldandi viðræður. „Það er hins vegar mikilvægt að hafa það í huga að þessi fjárhagslegi stuðningur sem Bretar eru að veita uppbyggingu orkuvera í Bretlandi er ekki tengdur ESB. Breskt efnahagslíf er í mikilli þörf fyrir nýja raforkuvinnslu, ég hef því ekki trú á að þetta breyti miklu til lengri tíma litið," segir Hörður Arnarson


Tengdar fréttir

Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir

Það borgar sig ekki fyrir Íslendinga að leggja raforkusæstreng til Bretlands, nema til komi fjárhagslegur stuðningur frá Bretum til verkefnisins. Þá þyrfti að virkja sem nemur tveimur Kárahnjúkavirkjunum. Sæstrengur til Bretlands virðist því ekki í kortunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
0,85
2
25.420
ICEAIR
0,5
19
118.812
GRND
0,46
1
50
ARION
0,28
1
1.285
FESTI
0
1
28.375

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,34
9
47.133
SJOVA
-1,13
2
25.192
REGINN
-0,7
6
74.795
ORIGO
-0,63
2
6.901
MARL
-0,5
10
286.176
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.