Sækir hugmyndir í teiknimyndir, gömul handrit og trúartákn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. júlí 2016 09:00 Baldur hefur sýnt í San Francisco, Chigaco og á samsýningum hérlendis en þetta er fyrsta sólósýning hans á Íslandi.? Mynd/Hanna „Ég ákvað að koma hingað í frí með fjölskylduna og vinkona mín fékk þá hugmynd að ég setti hér upp sýningu svo ég ferjaði 40 verk heim,“ segir myndlistarmaðurinn Baldur Helgason, sem opnar fyrstu einkasýningu sína hér á Íslandi í kvöld klukkan 20 í Porti Verkefnarými að Laugavegi 23b. Hann býr nú í Chicago, en var áður í San Francisco við nám og störf. Hefur sýnt í báðum borgunum og var valinn einn af mest spennandi listamönnum San Francisco árið 2011 af SF Weekly. Baldur sækir myndefni sitt í heim vinsældamenningar, teiknimynda og einnig í gömul handrit og trúartákn. „Þetta eru blekteikningar og hugmyndirnar koma úr öllum áttum. Þar er mikið af furðuverum, það eru oft sköllóttar týpur sem eru fastar í hausnum á mér og ég þarf að koma á blað. Svo lauma ég inn alls konar symbolum,“ lýsir hann og kveðst teikna meðan tveggja ára barnið hans sefur dagdúra. Baldur er upprunninn í Eyjum. Eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands fór hann í meistaranám til Los Angeles, og bjó þar í fimm ár en flutti þá til Chicago. „Er svona að færa mig nær Íslandi,“ segir hann léttur og getur þess að með beinu flugi sé alltaf að verða auðveldara að koma heim. „Svo er líka bara 20 mínútna sigling til Eyja, það er mikill kostur,“ segir hann, nýkominn frá æskustöðvunum. Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar í kvöld þar sem ljúfir tónar og léttar veitingar verða í boði. Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég ákvað að koma hingað í frí með fjölskylduna og vinkona mín fékk þá hugmynd að ég setti hér upp sýningu svo ég ferjaði 40 verk heim,“ segir myndlistarmaðurinn Baldur Helgason, sem opnar fyrstu einkasýningu sína hér á Íslandi í kvöld klukkan 20 í Porti Verkefnarými að Laugavegi 23b. Hann býr nú í Chicago, en var áður í San Francisco við nám og störf. Hefur sýnt í báðum borgunum og var valinn einn af mest spennandi listamönnum San Francisco árið 2011 af SF Weekly. Baldur sækir myndefni sitt í heim vinsældamenningar, teiknimynda og einnig í gömul handrit og trúartákn. „Þetta eru blekteikningar og hugmyndirnar koma úr öllum áttum. Þar er mikið af furðuverum, það eru oft sköllóttar týpur sem eru fastar í hausnum á mér og ég þarf að koma á blað. Svo lauma ég inn alls konar symbolum,“ lýsir hann og kveðst teikna meðan tveggja ára barnið hans sefur dagdúra. Baldur er upprunninn í Eyjum. Eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands fór hann í meistaranám til Los Angeles, og bjó þar í fimm ár en flutti þá til Chicago. „Er svona að færa mig nær Íslandi,“ segir hann léttur og getur þess að með beinu flugi sé alltaf að verða auðveldara að koma heim. „Svo er líka bara 20 mínútna sigling til Eyja, það er mikill kostur,“ segir hann, nýkominn frá æskustöðvunum. Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar í kvöld þar sem ljúfir tónar og léttar veitingar verða í boði.
Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira