Lífið

Sturluð stemning á Arnarhóli – Sjáðu myndbandið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Arnarhóli í kvöld.
Frá Arnarhóli í kvöld. vísir/eyþór
Það var mögnuð stemning á Arnarhóli í kvöld þar sem tug þúsundir komu saman til að fylgjast með leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu.

Úrslitin voru kannski ekki þau sem áhorfendur á Arnarhóli hefðu kosið en flestir ef ekki allir voru engu að síður í góðu skapi enda ekki annað hægt en að vera stoltur og ánægður með strákana okkar, sem verður einmitt fagnað á Arnarhóli klukkan 19 annað kvöld.  

Myndband frá kvöldinu að Arnarhóli má sjá hér að neðan en Vísir var með beina útsendingu á Facebook-síðu sinni í kvöld.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×