Ólafur í KÚ hyggst stefna MS: Krefst mörg hundruð milljóna í bætur ingvar haraldsson skrifar 7. júlí 2016 14:31 Ólafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri KÚ mjólkurbús, segir úrskurð Samkeppniseftirlitsins vera mikinn sigur sig og sitt fólk. MS var sektað um 480 milljónir króna fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu með því selja hrámjólk til samkeppnisaðilana Mjólku, sem Ólafur stýrði, og síðar KÚ á mun hærra verði en MS sjálft og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga greiddu. „Við erum auðvitað ákaflega glöð með þessa niðurstöðu. Það er ljóst að Mjólkursamsalan er á undanförnum tíu árum búin að brjóta alvarlega gegn okkar rekstri og stórskaðað okkar hagsmuni ítrekað. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðuorð úrskurðarins eru mjög afgerandi.“Ólafur segir stjórnendum MS ekki treystandi til að starfa utan samkeppnislaga. Ari Edwald, forstjóri MS, er hins vegar afar ósáttur við niðurstöðu eftirlitsins.vísirMjólka keyrð út af markaðnumÓlafur segir að búið sé að undirbúa skaðabótakröfu gagnvart MS sem hljóði upp á mörg hundruð milljónir króna. „Þeim mun verða stefnt til dóms innan tíðar,“ segir Ólafur. „Þetta er sérstaklega alvarlegt í tilfelli Mjólku því að Mjólka var keyrð út af markaðnum með þessum aðgerðum MS, á mjög viðkvæmum tíma þegar við vorum að byggja félagið upp,“ segir Ólafur. Aðgerðirnar hafi einnig bitnað mjög illa á KÚ.Sjá einnig: Forstjóri MS: „Framganga Samkeppniseftirlitsins lítilmannleg“Kaupfélag Skagfirðinga tók rekstur Mjólku yfir árið 2009, en Samkeppniseftirlitið segir að verðlagning MS hafi miðað af því að koma Mjólku út af markaði. Samkeppniseftirlitið segir Mjólku og KÚ hafa greitt um 17 prósent hærra verð en Kaupfélagi Skagfirðinga var gert að greiða fyrir hrámjólk.Ólafur kallar eftir því að Alþingi endurskoði búvörusamningi sem Sigurður Ingi Jóhannesson, forsætisráðherra gerði við bændur.Bændur dragi stjórnendur MS til ábyrgðar„Ég sé ekki annað en að stjórn og stjórnendur Mjólkursamsölunnar hljóti að vera kallaðir til ábyrgðar af bændum að hafa hagað málum með þessum hætti og skaðað orðstír og hagsmuni fyrirtækisins með þessum hætti eins og þarna er gert,“ segir Ólafur.Þá vill Ólafur að Alþingi að endurskoða afstöðu sína til nýs búvörusamnings og undanþága MS frá samkeppnislögum. „Þetta hlýtur að kalla á búvörusamningurinn sem nú er fyrir Alþingi, hann hlýtur að vera settur út af borðinu, því að þessum mönnum er engan vegin treystandi til að starfa undir undanþágum frá ákvæðum samkeppnislaga. “ Tengdar fréttir MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05 Mest lesið Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri KÚ mjólkurbús, segir úrskurð Samkeppniseftirlitsins vera mikinn sigur sig og sitt fólk. MS var sektað um 480 milljónir króna fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu með því selja hrámjólk til samkeppnisaðilana Mjólku, sem Ólafur stýrði, og síðar KÚ á mun hærra verði en MS sjálft og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga greiddu. „Við erum auðvitað ákaflega glöð með þessa niðurstöðu. Það er ljóst að Mjólkursamsalan er á undanförnum tíu árum búin að brjóta alvarlega gegn okkar rekstri og stórskaðað okkar hagsmuni ítrekað. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðuorð úrskurðarins eru mjög afgerandi.“Ólafur segir stjórnendum MS ekki treystandi til að starfa utan samkeppnislaga. Ari Edwald, forstjóri MS, er hins vegar afar ósáttur við niðurstöðu eftirlitsins.vísirMjólka keyrð út af markaðnumÓlafur segir að búið sé að undirbúa skaðabótakröfu gagnvart MS sem hljóði upp á mörg hundruð milljónir króna. „Þeim mun verða stefnt til dóms innan tíðar,“ segir Ólafur. „Þetta er sérstaklega alvarlegt í tilfelli Mjólku því að Mjólka var keyrð út af markaðnum með þessum aðgerðum MS, á mjög viðkvæmum tíma þegar við vorum að byggja félagið upp,“ segir Ólafur. Aðgerðirnar hafi einnig bitnað mjög illa á KÚ.Sjá einnig: Forstjóri MS: „Framganga Samkeppniseftirlitsins lítilmannleg“Kaupfélag Skagfirðinga tók rekstur Mjólku yfir árið 2009, en Samkeppniseftirlitið segir að verðlagning MS hafi miðað af því að koma Mjólku út af markaði. Samkeppniseftirlitið segir Mjólku og KÚ hafa greitt um 17 prósent hærra verð en Kaupfélagi Skagfirðinga var gert að greiða fyrir hrámjólk.Ólafur kallar eftir því að Alþingi endurskoði búvörusamningi sem Sigurður Ingi Jóhannesson, forsætisráðherra gerði við bændur.Bændur dragi stjórnendur MS til ábyrgðar„Ég sé ekki annað en að stjórn og stjórnendur Mjólkursamsölunnar hljóti að vera kallaðir til ábyrgðar af bændum að hafa hagað málum með þessum hætti og skaðað orðstír og hagsmuni fyrirtækisins með þessum hætti eins og þarna er gert,“ segir Ólafur.Þá vill Ólafur að Alþingi að endurskoða afstöðu sína til nýs búvörusamnings og undanþága MS frá samkeppnislögum. „Þetta hlýtur að kalla á búvörusamningurinn sem nú er fyrir Alþingi, hann hlýtur að vera settur út af borðinu, því að þessum mönnum er engan vegin treystandi til að starfa undir undanþágum frá ákvæðum samkeppnislaga. “
Tengdar fréttir MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05 Mest lesið Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40
Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05