Viðskipti innlent

Byrjað að losa um snjóhengjuna í dag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Aflandskrónufrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi í maí síðastliðnum.
Aflandskrónufrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi í maí síðastliðnum. Vísir/Vilhelm

Aflandskrónuútboð Seðlabanka Íslands hófst klukkan 10 í dag og stendur það til klukkan 14. Útboðið er lykilþáttur í aðgerðum stjórnvalda til að aflétta fjármagnshöftum en lög um útboðið voru samþykkt á Alþingi þann 22. maí síðastliðinn.

Aflandskrónueignir eru yfir 300 milljarðar króna og hefur vandamálið í daglegu tali verið kallað „snjóhengjan.“ Það má því segja að byrjað verði að losa um hana í dag.

Þremur dögum eftir að lögin voru samþykkt á Alþingi, eða þann 25. maí, tilkynnti Seðlabankinn um skilmála útboðsins en að því er fram kemur í ViðskiptaMogganum í dag hefur bankinn síðan breytt skilmálunum í tvígang til að auka líkurnar á því að tvö fyrirtæki, Eaton Vance og Loomis Sayles & Co., sem eiga umtalsverðar krónueignir myndu taka þátt í útboðinu.

Breytingin á skilmálunum felst í því, samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans, að fallið er frá lágmarksgengi í útboðinu og er sú breyting talin auka líkurnar á þátttöku í því.

Uppgjör viðskipta á grundvelli útboðsins fer fram 29. júní 2016.


Tengdar fréttir

Bandarísku sjóðirnir þurfa að þola 36% afföll

Skerðingin sem bandarísku fjárfestingarsjóðirnir þurfa að þola samkvæmt lögum um aflandskrónur nemur 36 prósentum en skerðingin nemur 116-119 milljörðum króna miðað við gefnar forsendur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
2,03
5
20.272
HEIMA
0,91
3
35.792
SKEL
0
2
219
SIMINN
0
1
503
MARL
0
2
61.880

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,58
7
22.145
ORIGO
-0,22
1
784
SJOVA
-0,07
1
1.420
SKEL
0
2
219
SIMINN
0
1
503
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.