Erlent

Trump sem forseti ein af þeim atburðarásum sem heiminum stafar mest ógn af

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump hefur tryggt sér flesta kjörmenn í forkosningum Repúblikanaflokksins.
Donald Trump hefur tryggt sér flesta kjörmenn í forkosningum Repúblikanaflokksins. Vísir/AFP
Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna er ein af þeim mögulegu atburðarásum sem heiminum stafar mest ógn af.

Þetta kemur fram í mati greiningardeildar Economist (e. Economist Intelligence Unit).

Deildin segir að kjör Trump myndi riðla hagkerfi heimsins og draga úr pólitísku öryggi og þjóðaröryggi Bandarikjanna.

EIU er sjálfstæð eining innan Economist Group sem gefur meðal annars út blaðið Economist.

Býst ekki við að Trump sigri Clinton

EIU býst þó ekki við að Trump sigri Hillary Clinton í forsetakosningunum sem fram fara í nóvermber, en Clinton er talin líklegust til að verða mótframbjóðandi Trump, verði hann tilnefndur af Repúblikanaflokknum á annað borð.

„Trump hefur hingað til lítið gefið uppi um stefnu sína og þær virðast vera undir stöðugri endurskoðun,“ segir í skýrslunni.

Samkvæmt greiningunni er kjör Trump talið meiri ógn við heiminn en að Bretar segi skilið við Evrópusambandið eða að vopnuð átök blossi upp í Suður-Kínahafi.

Einkunn frá 1 til 25

EIU gaf mögulegum atburðarásum einkunn á bilinu einn upp í 25, þar sem Trump hlaut einkunnina tólf, þau sömu og vaxandi ógn við hryðjuverkaárásir sem dragi úr stöðugleika hagkerfis heimsins.

Sú atburðarás sem fær hæstu einkunnina, eða tuttugu, er að efnahagshrun verði í Kína. Aðgerðir Rússa í Úkraínu og Sýrlandi sem gætu valdið nýju köldu stríði fá einkunnina sextán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×