Enski boltinn

Flanagan áfram á Anfield

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Flanagan í baráttu við Marko Arnautovic, leikmann Stoke City.
Flanagan í baráttu við Marko Arnautovic, leikmann Stoke City. vísir/getty

Jon Flanagan hefur skrifað undir langtíma samning við enska úrvalsdeildarliðið Liverpool.

Flanagan, sem er uppalinn hjá Liverpool, er kominn á ferðina eftir erfið hnémeiðsli og hefur spilað fimm leiki á tímabilinu.

Ekki liggur fyrir hversu langur samningur Flanagans við Liverpool er en talið er að hann sé til þriggja ára.

Flanagan lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Liverpool í 3-0 sigri á Manchester City 11. apríl 2011 og hefur síðan þá leikið tæplega 50 leiki fyrir félagið.

Þá á Flanagan að baki einn A-landsleik fyrir England.


Tengdar fréttir

Liverpool mætir Dortmund í átta liða úrslitunum

Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool lenti á móti þýska liðinu Borussia Dortmund þegar dregið var í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag.

Jürgen Klopp vill ekki mæta Borussia Dortmund

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool er ekki spenntur fyrir því að mæta sínum gömlu lærisveinum í Borussia Dortmund þegar dregið verður í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í dag.

Firmino: Klopp er sá besti

Brasilíumaðurinn Roberto Firmino er ekki í vafa um að Jürgen Klopp sé besti knattspyrnustjórinn sem hann hefur spilað fyrir. Hann þakkar Klopp frammistöðu sína að undanförnu en brasilíski framherjinn byrjaði ekki vel hjá Liverpool en það breyttist við komu Þjóðverjans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira