Langt frá að vera eðlilegar aðstæður fyrir barn Guðrún Ansnes skrifar 20. febrúar 2016 07:00 Jóhanna Guðrún segir barnastjörnutímann hafa tekið sinn toll. Hún hafi til að mynda fjarlægst vinkonur sínar sem hún sjái eftir í dag. Vísir/Ernir Það er svolítið skrítið að sitja heima í sófanum og horfa, sérstaklega í síðustu viku þegar svo mikið var fjallað um Is It True,“ segir Eurovisionfarinn og söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, sem fór fyrir Íslands hönd til Moskvu árið 2009 og keppti þar í einni þjóðaríþrótt okkar Íslendinga, Eurovision. Hún sneri aftur með silfrið upp á vasann, líkt og Selma Björnsdóttir gerði tíu árum áður. Þær deila þannig besta árangri Íslendinga í þessari keppni, sem virðist alltaf hafa heillað landann jafn mikið á þeim þrjátíu árum sem Ísland hefur verið viðloðandi herlegheitin. „Mér finnst ég nýkomin heim úr þeirri keppni, þrátt fyrir að þá hafi ég aðeins verið átján ára gömul. Ég hef verið beðin um að taka þátt á hverju ári síðan, og ég veit svo sem ekki hvort ég myndi gera það. Kannski ef rétta lagið kemur upp í hendurnar á mér. Ég er svo sem bara tuttugu og fimm ára.“Óeðlilegar aðstæður fyrir barnÞrátt fyrir ungan aldur er Jóhanna Guðrún líklega reynslumeiri en flestir jafnaldrar hennar í tónlistarbransanum hér á landi. Hún talar um þátttöku sína í Eurovision fyrir sjö árum sem endurkomu í sína bransann, þá aðeins átján ára. Hún stimplaði sig inn í íslenskt tónlistarlíf árið 2000, þá aðeins níu ára gömul, er hún sendi frá sér sína fyrstu plötu, Jóhanna Guðrún 9. Hún gengst því óhjákvæmilega við nafnbótinni barnastjarna. „Þetta eru auðvitað ekkert eðlilegar aðstæður fyrir barn að vera í, þær eru það bara ekki. Ég tel mig hafa komið nokkuð vel út úr þessu, en ég á góða fjölskyldu sem studdi vel við bakið á mér og það var passað vel upp á að ég væri rétt meðhöndluð. Mér fannst þetta aldrei erfitt, bara gaman. Fannst ég heppin. Þessi reynsla, sem ég fékk á þessum tíma hér heima og ekki hvað síst úti í Bandaríkjunum, er eitthvað sem ég hef tekið með mér út í þetta líf sem ég lifi í dag,“ útskýrir hún yfirveguð. „Ég pældi einhvern veginn ekki mikið í þessu sjálf, ég fór upp á svið og söng, fór svo bara niður og heim með mömmu og pabba. Mér hefur alltaf liðið mjög vel á sviðinu svo þannig séð var þetta ekkert mál í mínum huga.“Leiðin á toppinn„Ég fór fyrst til Bandaríkjanna þegar ég var ellefu ára gömul, og fór á samning hjá Casablanca Records, fyrirtæki þar sem Tommy Mottola, yfirmaður Sony á heimsvísu og þáverandi eiginmaður Mariuh Carey, réð ríkjum. Þegar þangað er komið segir hann við mig að hann sé að hætta hjá fyrirtækinu en vilji taka mig með sér yfir í fyrirtækið sem hann sé að koma á fót, sem ég gerði. Svo kom upp viðskiptaágreiningur sem ég var ekkert inni í, en úr verður að samstarfið endar. Þá hafði ég þegar unnið heilan helling og verið að taka upp í hljóðveri úti. Ég gerði í framhaldinu samning við pródúserinn sem var búinn að vera með okkur á vegum Tommys. Þannig kynnist ég svo lagahöfundinum, sem síðar endaði á að pródúsera Butterflies og Elvis-plötuna mína þegar ég er sautján ára gömul. Þetta var því frekar langt ferli sem skilaði sér á endanum,“ útskýrir hún. „„Þú þarft að þroskast hratt,“ var sagt við mig og það var alveg hárrétt. Þarna eru allir að gefa manni góð ráð og leiðbeiningar, segja manni að gera aðeins meira svona eða eitthvað annað. „Það virkar betur ef þú ert meira ljóshærð“ eða „virkar betur ef þú ert í öðrum fötum“. Á tímabili fannst fólki að við ættum að bíða eftir að ég yrði fullorðinslegri. Ég var lengi með krakkalegt andlit og var alls ekki bráðþroska. Mér fór að líða svolítið eins og líkaminn væri ekki að gera það sem hann átti að vera að gera, maður stjórnar líkamanum auðvitað ekkert varðandi svona. Rétt fjórtán ára gamalli er mér sagt að ég þurfi eiginlega að vera dálítið grennri. Ég hef aldrei verið feit og í raun alltaf grönn eða bara venjuleg. Hef alla tíð verið mikið í hestunum, verið mikið úti og í íþróttum. Aldrei verið mikill nammigrís eða leyft mér allt, svo þetta þótti mér ósanngjarnt og það fór dálítið á sálina á mér. Þetta fylgdi mér svo í gegn um unglingsárin, þó svo að ég hafi ekki orðið veik, það er ég fékk ekki búlimíu eða anorexíu, en ég var ofboðslega viðkvæm fyrir þessu. Maður var einhvern veginn alltaf undir einhverju eftirliti.“ Eðli málsins samkvæmt lagði Jóhanna Guðrún sig alla fram við að gera eins vel og hún mögulega gat, enda mikið í húfi og markið sett hátt. „Ég var í þannig félagsskap á þessum tíma, á samning hjá einum helsta manni sem uppi hefur verið í þessum bransa, fyrr og síðar. Hann ætlaði sér að gera mig stóra, og var marg oft sagt við mig; „Þú verður svo stór, þú verður svo rík, þú átt eftir að gera þetta og hitt“ og þá er ég bara krakki. Þó ég sé að eðlisfari passíf á allt svona, þá auðvitað étur maður þetta upp í þess konar aðstæðum og auðvitað, vegna þess að þarna voru góð tækifæri, þá hlustar maður á fólk sem veit eitthvað í þessum bransa.“Öryggi í bræðrunumAðspurð um viðbrögð grunnskólafélaganna við frægðinni sem fylgdi barnastjörnutitlinum svarar hún til: „Það komu alveg tímabil fyrst þar sem þetta tók á, en svo hætti það að vera spennandi í augum hinna krakkanna. Ég hef alla tíð verið nokkuð ákveðin og var alls ekki undirgefið barn, sem þýðir að ég sló bara frá mér ef einhver leiðindi voru í gangi. Ég var heppin og átti vini og stóran bróður sem hjálpuðu til. Reyndar man ég eftir einu atviki, þegar ég var að fara upp í unglingadeild og þá átti að halda busaball. Þar var ég skrifuð efst á lista eldri nemenda yfir þá sem átti að busa. Ballið er rétt að byrja þegar ég sé bróður minn, Sverri, sem er fjórum árum eldri en ég, og vini hans labba inn í skólann, tala við kennara og svo aftur út. Þar með var ég komin af listanum. Hann passaði mig þannig úr fjarlægð, því hann var jú vaxinn uppúr þessum skóla. Það var ákveðið öryggi í því.“Missti af unglingsárunum„Þetta ævintýri gerði það að verkum að ég missti náttúrulega af unglingsárunum mínum. Ég hef alltaf verið gömul sál og mikil kerling í mér svo mér þótti ekkert erfitt að eyða laugardagskvöldum uppi í sófa með hundunum mínum. Meðan vinkonur mínar fengu að vera unglingar og gera þá hluti sem unglingar gera, var ég í allt öðrum hlutum. Ég fjarlægðist þær þannig á þessum tíma, en ég hef aldrei drukkið svo dæmi sé tekið, ég ætlaði mér það svo sem aldrei, en þessi djammpakki klipptist alveg út úr mínum unglingsárum. Ég var ekki með, missti bara af þessum tíma. Ég sé kannski ekkert eftir því, þannig séð, en ég hefði viljað eyða meiri tíma með vinkonum mínum. Þó ég sé í einhverju sambandi við þær í dag, þá eru þær eðlilega miklu nánari hver annarri en ég þeim. Það eru þessir hlutir sem má alveg tala um sem fórnarkostnað.“Fórnarkostnaður frægðarinnarFórnakostnaðarliðirnir deildust niður á fjölmarga þætti í lífi Jóhönnu Guðrúnar og segist hún hafa þurft að spyrja sjálfa sig einfaldlega hvort hún nennti að standa í þessu. „Nenni ég að hafa alltaf áhyggjur af þessum hlutum, hvort ég sé 53 kíló eða hvort ég sé svona eða hinsegin. Nenni ég að fórna alltaf öllu, hoppa bara út og vera þar og það sem mér er sagt? Því þannig virkar þetta, þú gerir það sem þér er sagt. Þetta hentaði mér ekki til lengdar. Eftir því sem maður eldist og skilur betur út á hvað lífið gengur – ekki það að ég sé alvitur – þá lærir maður að flokka hvað skiptir mann máli. Hvað maður er tilbúinn að gera. Ég er tilbúin að vinna mikið, en ég fann þarna eftir að hafa prófað að vera úti, að ég vil vera heima. Mér þóttu öll skiptin erfið.“Jóhanna Guðrún segir móðurhlutverkið fara býsna vel saman við hlutverk söngkonunnar. Hér eru þær, Jóhanna og Margrét Lilja.Mynd/InfantiaEkki áhugi fyrir slúðurblöðunumÚr varð að hún sneri aftur heim og átti svo sannkallaða endurkomu þegar hún vann undankeppi Eurovision árið 2009 og hreppti svo annað sætið í aðalkeppninni líkt og áður segir. Hún skaust því af krafti aftur inn í sviðsljósið. „Ég tók svo aftur þátt árið 2011, með lagið Nótt, en komst ekki áfram í það skiptið,“ bendir hún á, en viðurkennir að það hafi í raun ekki verið það versta. „Í framhaldinu var ég hökkuð í spað af DV, fyrir eitthvað sem mér fannst ég ekki hafa gert. Ég gerði ekkert eða sagði, heldur snerist málið um að þegar úrslit undankeppninnar voru tilkynnt er myndavélinni stillt á borðið hjá mér og svo þegar í ljós kemur að ég kemst ekki áfram, sýni ég engin viðbrögð, hvorki klappaði né brosti, enda rétt að meðtaka upplýsingarnar, þá staðreynd að ég hafi ekki komist áfram, og tveggja mánaða launalaus vinna þar með farin í vaskinn að ákveðnu leyti. Allir hefðu orðið fyrir vonbrigðum. En þarna, á þessum tímapunkti, fannst fólki eðlilegt að tala um að ég væri bitur og gæti ekki samglaðst, sér í lagi þar sem þetta voru Vinir Sjonna. Fólk veit ekkert hvað gerist þegar slökkt er á myndavélunum, en ég gekk skömmu eftir að úrslitin voru tilkynnt um allt húsið og kyssti sigurvegara til hamingju.“ Þetta fannst mér sárt, og að fólk gefi sér að ég hafi ætlast til að vinna vegna þess að ég hafi lent í 2. sæti þremur árum áður var glatað. Að sjálfsögðu var það ekki svo, ég var bara að keppa þarna alveg eins og allir aðrir. Mér fannst leiðinlegt að fólk léti eins og ég væri sálarlaus vitleysingur. Þetta er allt fólk sem ég vinn með, og þekki og sjálf tileinkaði ég mér mjög snemma að maður mætir alltaf sama fólkinu á leiðinni upp og leiðinni niður, og hef einsett mér að vera dísent manneskja.“ Varð Jóhanna Guðrún þannig grimmilega tekin fyrir í athugasemdakerfum og gat sér í raun enga björg veitt, því sama hvað hún sagði, það gerði allt einungis verra, líkt og slík kerfi bjóða oftar en ekki upp á. „Þannig að þetta voru nokkrir dagar í helvíti. Ég er svolítið hrædd við svona, og er brennd af því. Persónulega hef ég ekki áhuga á að vera í slúðurblöðunum yfirhöfuð. Auðvitað lendir maður stundum þar, en mér finnst ég ekkert það áhugaverð að skemmtilegt sé að fjalla um mig. Ég er bara venjuleg manneskja með hund, mann, barn og jú, ég syng.“Mikilvægt að týna sér ekkiJóhanna Guðrún og unnusti hennar, gítarleikarinn Davíð Sigurgeirsson, fengu svo bæði nýtt hlutverk síðasta haust þegar þeim fæddist dóttirin Margrét Lilja. Hún kom í heiminn eftir þrjátíu og átta vikna meðgöngu, en Jóhanna Guðrún þjáist af gigt og því var henni ekki ráðlagt að ganga lengur með stúlkuna. „Ég hef verið með gigtina síðan ég var átta ára gömul og oft fullorðnast hún af börnum. Mín gerði það hins vegar ekki, heldur hefur hún versnað. Ég vil ekki einblína á sjúkdóminn, vegna þess að um leið og maður segir frá veikindum þá verður oft ákveðin stimplun. Ég er ekkert veik, ég er venjuleg og geri allt sem venjulegt fólk gerir. Ég geri mitt eins og aðrir, bara verkjuð.“ Þó sú stutta hafi rétt náð ellefu mörkum við fæðingu hefur hún vaxið og dafnað vel, og þær mæðgur eru alsælar hvor með aðra. „Mér finnst ég heppin að vera söngkona samhliða móðurhlutverkinu, þar sem ég get þannig bæði sinnt henni og tónlistinni. Ég get skroppið frá, enda hef ég mjög gott bakland. Fyrir mér er það líka dálítið mikilvægt, en ég fór að skjótast frá þegar hún var nokkurra vikna. Þannig líður manni ekki eins og maður sé alveg búinn að týna sjálfum sér, að koma fram er svo stór partur af mér. Það skiptir mig máli að líða ekki eins og ég sé orðin einhver mamma alltaf heima á sloppnum, með gubb í fötunum að skipta á kúkableiu,“ segir hún og brosið leynir sér ekki. „Það skiptir alveg máli að finna að maður er líka einhvers virði á öðrum sviðum, því það er auðvelt að finnast eins og maður sé ekki búinn að gera neitt. Samt má heldur ekki gleyma að þetta er bara tímabil, sem er yndislegt og er frekar náttúrulegt fyrir mér, en ég ætla sannarlega ekki að koma hér og segjast eiga auðvelt með þetta, því þetta er líka erfitt.“Mörg járn í eldinumJóhanna Guðrún segir nýja hlutverkið vissulega setja henni skýrar skorður. „Maður getur ekki tekið allt, og það hefur áhrif á hvaða verkefni maður tekur að sér. Ég hef alltaf átt erfitt með að segja nei, það hefur eiginlega ekki verið til í minni orðabók þegar kemur að verkefnum, en sumt gengur bara ekki upp núna.“ En það þýðir þó ekki að söngkonan hafi ekki nóg að gera, og fer fjarri að hún hafi setið auðum höndum í fæðingarorlofinu fram til þessa. Hún kemur til með að senda frá sér lag hvað úr hverju, sem hún hefur unnið í samstarfi við Hallgrím Óskarsson og ætti að falla eins og flís við rass aðdáenda Jóhönnu, sem hún segir flesta eiga sameiginlegt áhugamál í „ekta Eurovisionlögum“, en líkt og margir vita er Hallgrímur ansi lunkinn við að semja lög sem rata í forkeppnirnar hér heima. „Svo erum við Davíð búin að vinna saman að öðru lagi, sem kemur sennilega fljótlega á eftir hinu. Ég ætla að reyna að senda frá mér efni með jafnara millibili núna, ég hef verið heldur slök við það,“ segir hún kímin. „En það er einu sinni þannig að ef þú ætlar að halda þér á floti sem tónlistarmaður á Íslandi, þá þarftu að hafa mörg járn í eldinum og ég er enn að venjast þessu lífi. Ég er enn að læra að leggja fyrir þegar vel gengur, því það koma alltaf nokkrir mánuðir sem ekki eru beint æðislegir á móti hinum sem ganga vel. Maður þarf að vera ansi sparsamur og skipulagður, ég er að þjálfa mig upp í þessu. Þetta er það sem ég hef alltaf ætlað mér að gera, mér líður best á sviði og þar hef ég stjórnina. Ég hef ekkert plan B.“ Einu sinni var... Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Sjá meira
Það er svolítið skrítið að sitja heima í sófanum og horfa, sérstaklega í síðustu viku þegar svo mikið var fjallað um Is It True,“ segir Eurovisionfarinn og söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, sem fór fyrir Íslands hönd til Moskvu árið 2009 og keppti þar í einni þjóðaríþrótt okkar Íslendinga, Eurovision. Hún sneri aftur með silfrið upp á vasann, líkt og Selma Björnsdóttir gerði tíu árum áður. Þær deila þannig besta árangri Íslendinga í þessari keppni, sem virðist alltaf hafa heillað landann jafn mikið á þeim þrjátíu árum sem Ísland hefur verið viðloðandi herlegheitin. „Mér finnst ég nýkomin heim úr þeirri keppni, þrátt fyrir að þá hafi ég aðeins verið átján ára gömul. Ég hef verið beðin um að taka þátt á hverju ári síðan, og ég veit svo sem ekki hvort ég myndi gera það. Kannski ef rétta lagið kemur upp í hendurnar á mér. Ég er svo sem bara tuttugu og fimm ára.“Óeðlilegar aðstæður fyrir barnÞrátt fyrir ungan aldur er Jóhanna Guðrún líklega reynslumeiri en flestir jafnaldrar hennar í tónlistarbransanum hér á landi. Hún talar um þátttöku sína í Eurovision fyrir sjö árum sem endurkomu í sína bransann, þá aðeins átján ára. Hún stimplaði sig inn í íslenskt tónlistarlíf árið 2000, þá aðeins níu ára gömul, er hún sendi frá sér sína fyrstu plötu, Jóhanna Guðrún 9. Hún gengst því óhjákvæmilega við nafnbótinni barnastjarna. „Þetta eru auðvitað ekkert eðlilegar aðstæður fyrir barn að vera í, þær eru það bara ekki. Ég tel mig hafa komið nokkuð vel út úr þessu, en ég á góða fjölskyldu sem studdi vel við bakið á mér og það var passað vel upp á að ég væri rétt meðhöndluð. Mér fannst þetta aldrei erfitt, bara gaman. Fannst ég heppin. Þessi reynsla, sem ég fékk á þessum tíma hér heima og ekki hvað síst úti í Bandaríkjunum, er eitthvað sem ég hef tekið með mér út í þetta líf sem ég lifi í dag,“ útskýrir hún yfirveguð. „Ég pældi einhvern veginn ekki mikið í þessu sjálf, ég fór upp á svið og söng, fór svo bara niður og heim með mömmu og pabba. Mér hefur alltaf liðið mjög vel á sviðinu svo þannig séð var þetta ekkert mál í mínum huga.“Leiðin á toppinn„Ég fór fyrst til Bandaríkjanna þegar ég var ellefu ára gömul, og fór á samning hjá Casablanca Records, fyrirtæki þar sem Tommy Mottola, yfirmaður Sony á heimsvísu og þáverandi eiginmaður Mariuh Carey, réð ríkjum. Þegar þangað er komið segir hann við mig að hann sé að hætta hjá fyrirtækinu en vilji taka mig með sér yfir í fyrirtækið sem hann sé að koma á fót, sem ég gerði. Svo kom upp viðskiptaágreiningur sem ég var ekkert inni í, en úr verður að samstarfið endar. Þá hafði ég þegar unnið heilan helling og verið að taka upp í hljóðveri úti. Ég gerði í framhaldinu samning við pródúserinn sem var búinn að vera með okkur á vegum Tommys. Þannig kynnist ég svo lagahöfundinum, sem síðar endaði á að pródúsera Butterflies og Elvis-plötuna mína þegar ég er sautján ára gömul. Þetta var því frekar langt ferli sem skilaði sér á endanum,“ útskýrir hún. „„Þú þarft að þroskast hratt,“ var sagt við mig og það var alveg hárrétt. Þarna eru allir að gefa manni góð ráð og leiðbeiningar, segja manni að gera aðeins meira svona eða eitthvað annað. „Það virkar betur ef þú ert meira ljóshærð“ eða „virkar betur ef þú ert í öðrum fötum“. Á tímabili fannst fólki að við ættum að bíða eftir að ég yrði fullorðinslegri. Ég var lengi með krakkalegt andlit og var alls ekki bráðþroska. Mér fór að líða svolítið eins og líkaminn væri ekki að gera það sem hann átti að vera að gera, maður stjórnar líkamanum auðvitað ekkert varðandi svona. Rétt fjórtán ára gamalli er mér sagt að ég þurfi eiginlega að vera dálítið grennri. Ég hef aldrei verið feit og í raun alltaf grönn eða bara venjuleg. Hef alla tíð verið mikið í hestunum, verið mikið úti og í íþróttum. Aldrei verið mikill nammigrís eða leyft mér allt, svo þetta þótti mér ósanngjarnt og það fór dálítið á sálina á mér. Þetta fylgdi mér svo í gegn um unglingsárin, þó svo að ég hafi ekki orðið veik, það er ég fékk ekki búlimíu eða anorexíu, en ég var ofboðslega viðkvæm fyrir þessu. Maður var einhvern veginn alltaf undir einhverju eftirliti.“ Eðli málsins samkvæmt lagði Jóhanna Guðrún sig alla fram við að gera eins vel og hún mögulega gat, enda mikið í húfi og markið sett hátt. „Ég var í þannig félagsskap á þessum tíma, á samning hjá einum helsta manni sem uppi hefur verið í þessum bransa, fyrr og síðar. Hann ætlaði sér að gera mig stóra, og var marg oft sagt við mig; „Þú verður svo stór, þú verður svo rík, þú átt eftir að gera þetta og hitt“ og þá er ég bara krakki. Þó ég sé að eðlisfari passíf á allt svona, þá auðvitað étur maður þetta upp í þess konar aðstæðum og auðvitað, vegna þess að þarna voru góð tækifæri, þá hlustar maður á fólk sem veit eitthvað í þessum bransa.“Öryggi í bræðrunumAðspurð um viðbrögð grunnskólafélaganna við frægðinni sem fylgdi barnastjörnutitlinum svarar hún til: „Það komu alveg tímabil fyrst þar sem þetta tók á, en svo hætti það að vera spennandi í augum hinna krakkanna. Ég hef alla tíð verið nokkuð ákveðin og var alls ekki undirgefið barn, sem þýðir að ég sló bara frá mér ef einhver leiðindi voru í gangi. Ég var heppin og átti vini og stóran bróður sem hjálpuðu til. Reyndar man ég eftir einu atviki, þegar ég var að fara upp í unglingadeild og þá átti að halda busaball. Þar var ég skrifuð efst á lista eldri nemenda yfir þá sem átti að busa. Ballið er rétt að byrja þegar ég sé bróður minn, Sverri, sem er fjórum árum eldri en ég, og vini hans labba inn í skólann, tala við kennara og svo aftur út. Þar með var ég komin af listanum. Hann passaði mig þannig úr fjarlægð, því hann var jú vaxinn uppúr þessum skóla. Það var ákveðið öryggi í því.“Missti af unglingsárunum„Þetta ævintýri gerði það að verkum að ég missti náttúrulega af unglingsárunum mínum. Ég hef alltaf verið gömul sál og mikil kerling í mér svo mér þótti ekkert erfitt að eyða laugardagskvöldum uppi í sófa með hundunum mínum. Meðan vinkonur mínar fengu að vera unglingar og gera þá hluti sem unglingar gera, var ég í allt öðrum hlutum. Ég fjarlægðist þær þannig á þessum tíma, en ég hef aldrei drukkið svo dæmi sé tekið, ég ætlaði mér það svo sem aldrei, en þessi djammpakki klipptist alveg út úr mínum unglingsárum. Ég var ekki með, missti bara af þessum tíma. Ég sé kannski ekkert eftir því, þannig séð, en ég hefði viljað eyða meiri tíma með vinkonum mínum. Þó ég sé í einhverju sambandi við þær í dag, þá eru þær eðlilega miklu nánari hver annarri en ég þeim. Það eru þessir hlutir sem má alveg tala um sem fórnarkostnað.“Fórnarkostnaður frægðarinnarFórnakostnaðarliðirnir deildust niður á fjölmarga þætti í lífi Jóhönnu Guðrúnar og segist hún hafa þurft að spyrja sjálfa sig einfaldlega hvort hún nennti að standa í þessu. „Nenni ég að hafa alltaf áhyggjur af þessum hlutum, hvort ég sé 53 kíló eða hvort ég sé svona eða hinsegin. Nenni ég að fórna alltaf öllu, hoppa bara út og vera þar og það sem mér er sagt? Því þannig virkar þetta, þú gerir það sem þér er sagt. Þetta hentaði mér ekki til lengdar. Eftir því sem maður eldist og skilur betur út á hvað lífið gengur – ekki það að ég sé alvitur – þá lærir maður að flokka hvað skiptir mann máli. Hvað maður er tilbúinn að gera. Ég er tilbúin að vinna mikið, en ég fann þarna eftir að hafa prófað að vera úti, að ég vil vera heima. Mér þóttu öll skiptin erfið.“Jóhanna Guðrún segir móðurhlutverkið fara býsna vel saman við hlutverk söngkonunnar. Hér eru þær, Jóhanna og Margrét Lilja.Mynd/InfantiaEkki áhugi fyrir slúðurblöðunumÚr varð að hún sneri aftur heim og átti svo sannkallaða endurkomu þegar hún vann undankeppi Eurovision árið 2009 og hreppti svo annað sætið í aðalkeppninni líkt og áður segir. Hún skaust því af krafti aftur inn í sviðsljósið. „Ég tók svo aftur þátt árið 2011, með lagið Nótt, en komst ekki áfram í það skiptið,“ bendir hún á, en viðurkennir að það hafi í raun ekki verið það versta. „Í framhaldinu var ég hökkuð í spað af DV, fyrir eitthvað sem mér fannst ég ekki hafa gert. Ég gerði ekkert eða sagði, heldur snerist málið um að þegar úrslit undankeppninnar voru tilkynnt er myndavélinni stillt á borðið hjá mér og svo þegar í ljós kemur að ég kemst ekki áfram, sýni ég engin viðbrögð, hvorki klappaði né brosti, enda rétt að meðtaka upplýsingarnar, þá staðreynd að ég hafi ekki komist áfram, og tveggja mánaða launalaus vinna þar með farin í vaskinn að ákveðnu leyti. Allir hefðu orðið fyrir vonbrigðum. En þarna, á þessum tímapunkti, fannst fólki eðlilegt að tala um að ég væri bitur og gæti ekki samglaðst, sér í lagi þar sem þetta voru Vinir Sjonna. Fólk veit ekkert hvað gerist þegar slökkt er á myndavélunum, en ég gekk skömmu eftir að úrslitin voru tilkynnt um allt húsið og kyssti sigurvegara til hamingju.“ Þetta fannst mér sárt, og að fólk gefi sér að ég hafi ætlast til að vinna vegna þess að ég hafi lent í 2. sæti þremur árum áður var glatað. Að sjálfsögðu var það ekki svo, ég var bara að keppa þarna alveg eins og allir aðrir. Mér fannst leiðinlegt að fólk léti eins og ég væri sálarlaus vitleysingur. Þetta er allt fólk sem ég vinn með, og þekki og sjálf tileinkaði ég mér mjög snemma að maður mætir alltaf sama fólkinu á leiðinni upp og leiðinni niður, og hef einsett mér að vera dísent manneskja.“ Varð Jóhanna Guðrún þannig grimmilega tekin fyrir í athugasemdakerfum og gat sér í raun enga björg veitt, því sama hvað hún sagði, það gerði allt einungis verra, líkt og slík kerfi bjóða oftar en ekki upp á. „Þannig að þetta voru nokkrir dagar í helvíti. Ég er svolítið hrædd við svona, og er brennd af því. Persónulega hef ég ekki áhuga á að vera í slúðurblöðunum yfirhöfuð. Auðvitað lendir maður stundum þar, en mér finnst ég ekkert það áhugaverð að skemmtilegt sé að fjalla um mig. Ég er bara venjuleg manneskja með hund, mann, barn og jú, ég syng.“Mikilvægt að týna sér ekkiJóhanna Guðrún og unnusti hennar, gítarleikarinn Davíð Sigurgeirsson, fengu svo bæði nýtt hlutverk síðasta haust þegar þeim fæddist dóttirin Margrét Lilja. Hún kom í heiminn eftir þrjátíu og átta vikna meðgöngu, en Jóhanna Guðrún þjáist af gigt og því var henni ekki ráðlagt að ganga lengur með stúlkuna. „Ég hef verið með gigtina síðan ég var átta ára gömul og oft fullorðnast hún af börnum. Mín gerði það hins vegar ekki, heldur hefur hún versnað. Ég vil ekki einblína á sjúkdóminn, vegna þess að um leið og maður segir frá veikindum þá verður oft ákveðin stimplun. Ég er ekkert veik, ég er venjuleg og geri allt sem venjulegt fólk gerir. Ég geri mitt eins og aðrir, bara verkjuð.“ Þó sú stutta hafi rétt náð ellefu mörkum við fæðingu hefur hún vaxið og dafnað vel, og þær mæðgur eru alsælar hvor með aðra. „Mér finnst ég heppin að vera söngkona samhliða móðurhlutverkinu, þar sem ég get þannig bæði sinnt henni og tónlistinni. Ég get skroppið frá, enda hef ég mjög gott bakland. Fyrir mér er það líka dálítið mikilvægt, en ég fór að skjótast frá þegar hún var nokkurra vikna. Þannig líður manni ekki eins og maður sé alveg búinn að týna sjálfum sér, að koma fram er svo stór partur af mér. Það skiptir mig máli að líða ekki eins og ég sé orðin einhver mamma alltaf heima á sloppnum, með gubb í fötunum að skipta á kúkableiu,“ segir hún og brosið leynir sér ekki. „Það skiptir alveg máli að finna að maður er líka einhvers virði á öðrum sviðum, því það er auðvelt að finnast eins og maður sé ekki búinn að gera neitt. Samt má heldur ekki gleyma að þetta er bara tímabil, sem er yndislegt og er frekar náttúrulegt fyrir mér, en ég ætla sannarlega ekki að koma hér og segjast eiga auðvelt með þetta, því þetta er líka erfitt.“Mörg járn í eldinumJóhanna Guðrún segir nýja hlutverkið vissulega setja henni skýrar skorður. „Maður getur ekki tekið allt, og það hefur áhrif á hvaða verkefni maður tekur að sér. Ég hef alltaf átt erfitt með að segja nei, það hefur eiginlega ekki verið til í minni orðabók þegar kemur að verkefnum, en sumt gengur bara ekki upp núna.“ En það þýðir þó ekki að söngkonan hafi ekki nóg að gera, og fer fjarri að hún hafi setið auðum höndum í fæðingarorlofinu fram til þessa. Hún kemur til með að senda frá sér lag hvað úr hverju, sem hún hefur unnið í samstarfi við Hallgrím Óskarsson og ætti að falla eins og flís við rass aðdáenda Jóhönnu, sem hún segir flesta eiga sameiginlegt áhugamál í „ekta Eurovisionlögum“, en líkt og margir vita er Hallgrímur ansi lunkinn við að semja lög sem rata í forkeppnirnar hér heima. „Svo erum við Davíð búin að vinna saman að öðru lagi, sem kemur sennilega fljótlega á eftir hinu. Ég ætla að reyna að senda frá mér efni með jafnara millibili núna, ég hef verið heldur slök við það,“ segir hún kímin. „En það er einu sinni þannig að ef þú ætlar að halda þér á floti sem tónlistarmaður á Íslandi, þá þarftu að hafa mörg járn í eldinum og ég er enn að venjast þessu lífi. Ég er enn að læra að leggja fyrir þegar vel gengur, því það koma alltaf nokkrir mánuðir sem ekki eru beint æðislegir á móti hinum sem ganga vel. Maður þarf að vera ansi sparsamur og skipulagður, ég er að þjálfa mig upp í þessu. Þetta er það sem ég hef alltaf ætlað mér að gera, mér líður best á sviði og þar hef ég stjórnina. Ég hef ekkert plan B.“
Einu sinni var... Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Sjá meira