Erlent

Minnst níu látnir í Þýskalandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Talið er að lestirnar hafi skollið saman á miklum hraða.
Talið er að lestirnar hafi skollið saman á miklum hraða. Vísir/EPA

Minnst níu eru látnir eftir að tvær farþegalestir skullu saman í suðurhluta Þýskalands í morgun. Minnst hundrað eru slasaðir og þar af minnst 50 alvarlega. Meðal hinna látnu eru lestarstjórar beggja lestanna og tveir öryggisverðir.

Ekki er vitað hvað olli því að lestirnar tvær skullu saman en björgunarmenn eru enn að ná fólki úr braki lestanna. Slysið varð nálægt bænum Bad Aiblin.

Samkvæmt frétt BBC telur lögreglan að lestirnar hafi verið á mikilli ferð þegar þær skulu saman, sé litið til braksins. Þá er talið að stjórar lestanna hafi ekki bremsað fyrir áreksturinn. Þó varð slysið á skógi vöxnu svæði sem hefur reynst björgunarmönnum erfitt yfirferðar. Bátar og þyrlur voru notaðar til að flytja látna og slasaða frá lestunum.

Hundruð björgunarmanna taka þátt í aðgerðunum og notaðar eru bílar, bátar og þyrlur.


Tengdar fréttirFleiri fréttir

Sjá meira