Viðskipti innlent

Vill fatnað í neðsta skattþrep

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Þrátt fyrir að fleiri kaupi fötin í útlöndum þá hafa útsölur verið ágætlega sóttar síðustu vikur.
Þrátt fyrir að fleiri kaupi fötin í útlöndum þá hafa útsölur verið ágætlega sóttar síðustu vikur. Fréttablaðið/Vilhelm

„Meira en önnur hver barnaflík var keypt erlendis í fyrra,“ sagði Finnur Árnason, forstjóri Haga, á morgunfundi Ímarks í gær.

Hagar gerðu könnun á fatakaupum Íslendinga sem sýnir meðal annars að Íslendingar kaupa hversdagsfatnað í auknum mæli erlendis – hækkunin er tæplega sjö prósentustig á milli ára.

„Tollar féllu niður af fatnaði um áramót, sem ætti að hafa áhrif á þessa þróun og vonandi að snúa hluta af þessari verslun heim,“ segir Finnur. „Það er þó mitt mat að það þurfi að færa fatnað í neðra þrep virðisaukaskatts til að snúa þessari þróun við, til að ná þeirri viðspyrnu sem þarf.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,62
33
480.279
HAGA
3,75
19
363.669
N1
2,89
8
227.432
SKEL
2,77
14
197.073
SIMINN
1,92
15
470.088

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-2,22
6
18.083
VIS
-0,25
2
19.319