Viðskipti innlent

Vill fatnað í neðsta skattþrep

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Þrátt fyrir að fleiri kaupi fötin í útlöndum þá hafa útsölur verið ágætlega sóttar síðustu vikur.
Þrátt fyrir að fleiri kaupi fötin í útlöndum þá hafa útsölur verið ágætlega sóttar síðustu vikur. Fréttablaðið/Vilhelm

„Meira en önnur hver barnaflík var keypt erlendis í fyrra,“ sagði Finnur Árnason, forstjóri Haga, á morgunfundi Ímarks í gær.

Hagar gerðu könnun á fatakaupum Íslendinga sem sýnir meðal annars að Íslendingar kaupa hversdagsfatnað í auknum mæli erlendis – hækkunin er tæplega sjö prósentustig á milli ára.

„Tollar féllu niður af fatnaði um áramót, sem ætti að hafa áhrif á þessa þróun og vonandi að snúa hluta af þessari verslun heim,“ segir Finnur. „Það er þó mitt mat að það þurfi að færa fatnað í neðra þrep virðisaukaskatts til að snúa þessari þróun við, til að ná þeirri viðspyrnu sem þarf.“
Fleiri fréttir

Sjá meira