Viðskipti innlent

Engin vinna við endurskoðun viðskipta­þvingana í utan­ríkis­ráðuneytinu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir viðskiptaþvinganir virka þó þær séu umdeildar.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir viðskiptaþvinganir virka þó þær séu umdeildar. Vísir/Vilhelm

Engin vinna stendur yfir í utanríkisráðuneytinu við að endurskoða þátttöku og stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi. Þetta kom fram í svari Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata.

Birgitta hrósaði Gunnari Braga sérstaklega í upphafi ræðu sinnar og ítrekaði mikilvægi þess að halda sig við þær aðgerðir sem hafa verið ákveðnar.

Birgitta hrósaði Gunnari Braga sérstaklega í ræðu sinni. Vísir/Valli

„Mér finnst það mjög mikilvægt að halda því til haga að ef maður fer í aðgerð og er hluti af einhverju kerfi en ætlar svo að snúa við út af einhverjum hagsmunum innanlands og þrýstingi, þá er maður ekki virka utanríkisstefnu,“ sagði hún.

Gunnar Bragi svaraði afdráttarlaust og sagði að ekki væri verið að hverfa af braut þeirri stefnu sem hefði verið fylgt. „Það stendur ekki nein vinna yfir um það í ráðuneytinu að hverfa frá þessari utanríkisstefnu sem við höfum haldið og verið partur af fram að þessu,“ sagði Gunnar Bragi.

Hann sagðist hins vegar búinn að ræða í ríkisstjórn að skipa hóp embættismanna til að fara yfir lög um þvinganir hér á landi; það snerist þó ekki um þær þvinganir sem nú væru til umræðu.

Birgitta spurði einnig um hvort þvinganir skiluðu gagni. Ráðherrann sagði svo vera.

„Það eru alveg dæmi um það að það sé gagnsemi en það er líka umdeilanlegt, að sjálfsögðu,“ sagði hann og nefndi sem dæmi þvinganir gegn Íran sem nú er verið að aflétta og Suður-Afríku á sínum tíma. „Það hefur líka verið viðurkennt af hálfu forseta Rússlands að þvingarnir hafa áhrif þar í landi, þó svo að olíuverð hafi kannski meiri áhrif.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,81
45
579.947
HAGA
1,26
17
196.221
GRND
0,99
9
132.365
EIM
0,78
12
143.123
SIMINN
0,7
10
227.493

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
N1
-1,2
4
96.398
SKEL
-1,07
4
109.235
MARL
-0,85
24
635.463
REITIR
-0,44
6
11.612
REGINN
-0,19
8
118.204