Erlent

Fimm látnir eftir skotárás í kanadískum skóla

Atli Ísleifsson skrifar
Dene High School í bænum La Loche.
Dene High School í bænum La Loche. Mynd/ Google street view
Að minnsta kosti fimm eru látnir og tveir lífshættulega særðir eftir skotárás í Dene High School í bænum La Loche í hinu kanadíska Saskatchewan-héraði.

Kanadískir miðlar segja að lögregla sé búin að handtaka árásarmanninn. Haft er eftir slökkviliðsmanni að „drengur með byssu“ hafi verið handtekinn.

Heilbrigðisstarfsmaður segir í samtali við fréttamann CBC að á sjúkrahúsinu séu sjúklingar með skotsár. Hann gaf þó ekkert upp um fjöldann.

Sjónarvottar segjast hafa heyrt mörg skothljóð á vettvangi.

Dene High School er hluti af La Loche Community School og búa um 2.600 manns í bænum. Nemendur skólans eru alls um níu hundruð talsins og átti árásin sér stað í þeim hluta skólans sem er með nemendur í sjöunda bekk og upp í tólfta.

Flestir nemendur skólans eru tvítyngdir og tala bæði ensku og indíánatugumálið denesuline.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×