Viðskipti innlent

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum fær ekki hálfan milljarð endurgreiddan frá ríkinu

Bjarki Ármannsson skrifar
Vinnslustöðin stefndi íslenska ríkinu í maí árið 2014 og fór fram á að fá rúmar 500 milljónir króna endurgreiddar.
Vinnslustöðin stefndi íslenska ríkinu í maí árið 2014 og fór fram á að fá rúmar 500 milljónir króna endurgreiddar. Vísir/Óskar

Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknað af kröfu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum um að sérstakt veiðigjald yrði dæmt ólöglegt. Vinnslustöðin stefndi ríkinu í maí árið 2014 og fór fram á að fá rúmar 500 milljónir króna endurgreiddar.

Vinnslustöðin, sem gerir bæði út fiskiskip og fiskvinnslu, greiddi 704 milljónir króna í veiðigjald fyrir fiskveiðiárið 2012-2013. Þar af nam sérstakt veiðigjald 516 milljónum. Fyrirtækið krafðist þess að fá gjaldið endurgreitt á þeirri forsendu að það stangist á við ófrávíkjanleg ákvæði í stjórnarskránni.

„Við teljum að álagningarreglurnar og aðferðin við skattheimtuna sé andstæð stjórnarskránni og reyndar sé skattlagningin svo stórfelld að hún feli í reynd í sér eignaupptöku sem er andstæð stjórnarskránni,“ sagði Ragnar H. Hall, lögmaður Vinnslustöðvarinnar, í viðtali við Vísi stuttu eftir þingfestingu málsins. Sagði hann jafnframt veiðigjaldið skattheimtu sem ætti sér engin fordæmi í íslenskri skattasögu.

Sérstakt veiðigjald var í fyrsta sinn lagt á íslensk sjávarútvegsfyrirtæki fiskveiðiárið 2012-2013. Á því tímabili greiddu fyrirtækin 12,7 milljarða króna í veiðigjöld, þar af um átta milljarða vegna sérstaka veiðigjaldsins.

Alþingi samþykkti svo árið 2013 frumvarp sjávarútvegsráðherra um talsverða lækkun veiðigjalda og eftir lagabreytingar í fyrra skiptast veiðigjöld ekki lengur í almennt og sérstakt veiðigjald.


Tengdar fréttir

Vinnslustöðin telur sig vera með sterkt mál í höndunum

Lögmaður Vinnslustöðvarinnar, sem hefur stefnt íslenska ríkinu vegna sérstaka veiðigjaldsins, segir að gjaldið eigi sér engin fordæmi í skattasögu Íslands. Hann er sannfærður um að Vinnslustöðin hafi betur í réttarsal.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,62
33
480.279
HAGA
3,75
19
363.669
N1
2,89
8
227.432
SKEL
2,77
14
197.073
SIMINN
1,92
15
470.088

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-2,22
6
18.083
VIS
-0,25
2
19.319