Handbolti

Aldrei fleiri mætt á leiki á EM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pólskir stuðningsmenn í stuði á EM.
Pólskir stuðningsmenn í stuði á EM. vísir/epa

Á EM í Danmörku fyrir tveim árum síðan var sett áhorfendamet sem þegar er búið að slá á EM í Póllandi þó svo enn eigi eftir að spila sex leiki á mótinu.

Alls mættu 316 þúsund á leikina í Danmörku en þegar eru 342 þúsund búnir að mæta í stúkuna í Póllandi.

Pólverjar hafa verið duglegir að mæta á leikina svo er áætlað að um 40 þúsund manns hafi fylgt sínum liðum til Póllands. Flestir hafa komið frá Þýskalandi, Danmörku og Noregi.

Sjónvarpsáhorf á leikina hefur einnig verið gott og til að mynda var leikur Þýskalands og Danmerkur með næstmest áhorf í Þýskalandi það kvöldið. 5,6 milljónir horfðu á leikinn þar en 1,7 milljónir í Danmörku.


Tengdar fréttir

Dagur, hvernig ferðu að þessu?

Þýska handboltalandsliðið er komið alla leið í undanúrslitin á Evrópumótinu og mætir Noregi í kvöld. Dagur Sigurðsson hefur átt svör við hverju áfallinu á fætur öðru en liðið hefur misst sjö sterka leikmenn. Fréttablaðið skoð

Biegler sagði upp störfum

Það kom ekki neinum á óvart þegar Michael Biegler greindi frá því í morgun að hann hefði ákveðið að láta af þjálfun pólska landsliðsins.

Lazarov markahæstur á EM

Makedóninn Kiril Lazarov er markahæsti leikmaður EM eftir milliriðlana en ekki er víst að hann nái samt markakóngstitlinum á endanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira