Erlent

Biður um aðstoð vegna smyglara

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Talið er að um 60 þúsund manns hafi reynt að flýja yfir Miðjarðarhaf á þessu ári og að 1.800 hafi drukknað. Varðskipið Týr hefur verið við björgunarstörf í Miðjarðarhafi undanfarna mánuði.
Talið er að um 60 þúsund manns hafi reynt að flýja yfir Miðjarðarhaf á þessu ári og að 1.800 hafi drukknað. Varðskipið Týr hefur verið við björgunarstörf í Miðjarðarhafi undanfarna mánuði. Mynd/Landhelgisgæslan
Federica Mogherini, utanríkis- og öryggismálastjóri ESB, hefur beðið Sameinuðu þjóðirnar um aðstoð við að leysa upp þau glæpasamtök sem skipuleggja smygl á fólki til Evrópu.

„Við þurfum að treysta á ykkar aðstoð til að bjarga mannslífum,“ sagði Mogherini á fundi sínum með fulltrúum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem hún ræddi fyrirhugaðar aðgerðir sambandsins til að takast á við flóttamannavandann í Miðjarðarhafi.

Líbísk stjórnvöld hafa mótmælt aðgerðaáætlun Evrópusambandsins og segja áætlanir ESB vera óljósar og þær valdi stjórnvöldum áhyggjum. ESB leitar nú leyfis SÞ um að stöðva eða eyðileggja skip smyglara innan landhelgi Líbíu.

Rúmlega 60 þúsund manns hafa reynt að flýja yfir Miðjarðarhaf á þessu ári og talið er að um 1.800 hafi drukknað.

Flestir flóttamannanna eru að flýja undan stríði og fátækt og koma margir frá Sýrlandi, Erítreu, Nígeríu og Sómalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×