Ávinningur hönnunar Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 11. mars 2015 10:00 Ímyndaðu þér heim þar sem þú skildir alltaf bréfin frá skattinum, þyrftir ekki fara á fjölda staða til að safna upplýsingum fyrir greiðslumatið, þyrftir ekki að vera með samviskubit þegar þú notar heilbrigðiskerfið og ekki að hafa áhyggjur af ferðaþjónustu fatlaðra. Allt eru þetta vandamál sem leysa mætti með aðferðafræði hönnunar því hönnun afmarkast ekki við eina vöru, einn stól eða eina flík. Framsækin fyrirtæki og stjórnvöld eru í auknum mæli farin að nýta sér hugmyndafræði hönnunar – þar sem leidd eru saman þverfagleg teymi til stefnumótunar, vöruþróunar og lausna vandamála. Skotland er eitt margra landa sem þekkja mátt þessarar hugmyndafræði en þar stendur nú yfir verkefni þar sem hið breska „Design council“ vinnur með stjórnvöldum að því að gera stjórnsýsluna skilvirkari og notendamiðaðri. Hönnuðir vinna með opinberum starfsmönnum að því að skilgreina þjónustuna út frá fólkinu sjálfu, notendunum, með því að setja sig í spor þeirra og læra þannig að hugsa þjónustuna út frá þeim – en ekki stofnuninni. Fyrir utan að lækka kostnað og auka starfsánægju, þá ýtir þessi aðferð undir valddreifingu og gegnumgangandi lausnamiðaða hugsun. En fjárhagslega hliðin skiptir ekki síður máli. Samkvæmt rannsókn „Design council“ á markvissu samstarfi hönnuða, fyrirtækja og stjórnsýslu skilaði hvert pund, sem fyrirtæki vörðu í hönnun, 20 pundum í auknar tekjur, fjórum pundum í aukinn hagnað og fimm punda aukningu útflutningstekna. Í opinbera geiranum skilaði hvert pund skilvirkari rekstri um sex pund, sem er gríðarlegt hagræði fyrir stjórnsýsluna. Þessar tölur sanna það að aðferðir hönnunar mætti nýta enn frekar til þess að skila betri rekstri, þjónustu og hagræðingu. Hönnun tengir saman ólíkar hugmyndir, aðferðir og stefnur og nær að láta þær skila betri árangri sameiginlega en hver í sínu lagi. Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi ættu að vera opin fyrir því að nýta sér þessa aðferðafræði en einhver hafa nú þegar innleitt slík verkefni. Hönnun er ört vaxandi atvinnugrein á Íslandi og er gróflega áætlað að greinin velti um 20 milljörðum á ári. Samt sem áður er íslenski hönnunargeirinn aðeins að slíta barnskónum og mun umfang greinarinnar án efa aukast töluvert á næstu árum. HönnunarMars er nú haldinn í sjöunda sinn og er hægt að sækja nær 100 viðburði sem tengjast hönnun á næstu dögum. Ég hvet alla til þess að kynnast þessum fjölbreyttu verkefnum og hugmyndum – sem auðga og bæta samfélag okkar til muna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér heim þar sem þú skildir alltaf bréfin frá skattinum, þyrftir ekki fara á fjölda staða til að safna upplýsingum fyrir greiðslumatið, þyrftir ekki að vera með samviskubit þegar þú notar heilbrigðiskerfið og ekki að hafa áhyggjur af ferðaþjónustu fatlaðra. Allt eru þetta vandamál sem leysa mætti með aðferðafræði hönnunar því hönnun afmarkast ekki við eina vöru, einn stól eða eina flík. Framsækin fyrirtæki og stjórnvöld eru í auknum mæli farin að nýta sér hugmyndafræði hönnunar – þar sem leidd eru saman þverfagleg teymi til stefnumótunar, vöruþróunar og lausna vandamála. Skotland er eitt margra landa sem þekkja mátt þessarar hugmyndafræði en þar stendur nú yfir verkefni þar sem hið breska „Design council“ vinnur með stjórnvöldum að því að gera stjórnsýsluna skilvirkari og notendamiðaðri. Hönnuðir vinna með opinberum starfsmönnum að því að skilgreina þjónustuna út frá fólkinu sjálfu, notendunum, með því að setja sig í spor þeirra og læra þannig að hugsa þjónustuna út frá þeim – en ekki stofnuninni. Fyrir utan að lækka kostnað og auka starfsánægju, þá ýtir þessi aðferð undir valddreifingu og gegnumgangandi lausnamiðaða hugsun. En fjárhagslega hliðin skiptir ekki síður máli. Samkvæmt rannsókn „Design council“ á markvissu samstarfi hönnuða, fyrirtækja og stjórnsýslu skilaði hvert pund, sem fyrirtæki vörðu í hönnun, 20 pundum í auknar tekjur, fjórum pundum í aukinn hagnað og fimm punda aukningu útflutningstekna. Í opinbera geiranum skilaði hvert pund skilvirkari rekstri um sex pund, sem er gríðarlegt hagræði fyrir stjórnsýsluna. Þessar tölur sanna það að aðferðir hönnunar mætti nýta enn frekar til þess að skila betri rekstri, þjónustu og hagræðingu. Hönnun tengir saman ólíkar hugmyndir, aðferðir og stefnur og nær að láta þær skila betri árangri sameiginlega en hver í sínu lagi. Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi ættu að vera opin fyrir því að nýta sér þessa aðferðafræði en einhver hafa nú þegar innleitt slík verkefni. Hönnun er ört vaxandi atvinnugrein á Íslandi og er gróflega áætlað að greinin velti um 20 milljörðum á ári. Samt sem áður er íslenski hönnunargeirinn aðeins að slíta barnskónum og mun umfang greinarinnar án efa aukast töluvert á næstu árum. HönnunarMars er nú haldinn í sjöunda sinn og er hægt að sækja nær 100 viðburði sem tengjast hönnun á næstu dögum. Ég hvet alla til þess að kynnast þessum fjölbreyttu verkefnum og hugmyndum – sem auðga og bæta samfélag okkar til muna.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun