Reykdal systur sýna í Gallerí Gróttu Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 5. mars 2015 14:45 Hlín og Hadda Fjóla Reykdal opna samsýningu í Galleríi Gróttu á HönnunarMars. Önnur er hönnuður og hin myndlistarmaður. mynd/gva Ég vinn með olíu á dúk, líka með blýant og vatnslit og túss. Ég vinn málverkin með litlum pensli og mála doppur í rendur eða hringi, lag ofan á lag. Verkin vinn ég út frá náttúruhughrifum, stemmingu og hvernig ég upplifi litina í náttúrunni. Þar tengjumst við systurnar,“ útskýrir Hadda Fjóla Reykdal myndlistarmaður en hún vinnur nú að innsetningu fyrir HönnunarMars í Galleríi Gróttu ásamt systur sinni, skartgripahönnuðinum Hlín Reykdal. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 12. mars kl. 17. Báðar hafa þær tekið þátt í samsýningum þar sem hver listamaður eða hönnuður sýnir sitt en þetta er í fyrsta skipti sem þær vinna að sameiginlegri innsetningu og í fyrsta sinn sem þær vinna saman systurnar. „Það hafði blundað í okkur að gera eitthvað saman og við gripum því tækifærið þegar það bauðst,“ segir Hlín. „Samstarfið hefur gengið áreynslulaust fyrir sig, við erum líkar á margan hátt. Hadda vinnur með punktinn og hringformið og ég með kúlur. Við köllumst líka á í litavali,“ segir hún en Hlín hannar skargripi sína úr tréperlum sem hún handmálar og blandar litina sjálf.Hlín hannar skartgripi úr trékúlum sem hún handmálar og sækir innblástur í litaflóru náttúrunnar.„Það var einmitt skemmtilegt að sjá hvað við vorum ótrúlega nálægt hvor annarri þegar við fórum að vinna,“ segir Hadda Fjóla en um margra ára skeið var heilt haf á milli þeirra þegar Hadda bjó í Gautaborg í yfir tíu ár. „Við unnum sýninguna þannig að við töluðum mikið saman og héldum fundi og kíktum á vinnustofuna hjá hvor annarri. Við skoðuðum salinn líka vel og hugmyndin er að setja saman innsetningu og samspil sem áhorfandinn mun upplifa,“ útskýrir Hadda Fjóla. „Það er gaman fyrir mig sem hönnuð að fara inn á svið myndlistarinnar en það er ákveðið bil á milli hönnunar og myndlistar,“ segir Hlín. „Ég er að hanna söluvöru sem er annar hlutur en að setja upp listaverk. Margir minna kúnna hafa reyndar hengt festarnar mínar upp á vegg hjá sér, sem mér þykir mikill heiður,“ segir Hlín og þær systurnar eru sammála um að vinnan við sýninguna hafi einnig gefið þeim nýja sýn á eigin verk. „Þetta var ofboðslega skemmtilegt vinnuferli,“ segir Hadda Fjóla.Hadda Fjóla vinnur olíumálverk með fíngerðum pensli og hleður doppum lag fyrir lag.Systurnar verða með leiðsögn um sýninguna 13. mars kl. 15-17 og dagana 14. og 15. mars kl. 13-15. Sýningin stendur til 31. mars. Nánar má forvitnast um verk þeirra á haddafjolareykdal.com og hlinreykdal.com. HönnunarMars Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Sjá meira
Ég vinn með olíu á dúk, líka með blýant og vatnslit og túss. Ég vinn málverkin með litlum pensli og mála doppur í rendur eða hringi, lag ofan á lag. Verkin vinn ég út frá náttúruhughrifum, stemmingu og hvernig ég upplifi litina í náttúrunni. Þar tengjumst við systurnar,“ útskýrir Hadda Fjóla Reykdal myndlistarmaður en hún vinnur nú að innsetningu fyrir HönnunarMars í Galleríi Gróttu ásamt systur sinni, skartgripahönnuðinum Hlín Reykdal. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 12. mars kl. 17. Báðar hafa þær tekið þátt í samsýningum þar sem hver listamaður eða hönnuður sýnir sitt en þetta er í fyrsta skipti sem þær vinna að sameiginlegri innsetningu og í fyrsta sinn sem þær vinna saman systurnar. „Það hafði blundað í okkur að gera eitthvað saman og við gripum því tækifærið þegar það bauðst,“ segir Hlín. „Samstarfið hefur gengið áreynslulaust fyrir sig, við erum líkar á margan hátt. Hadda vinnur með punktinn og hringformið og ég með kúlur. Við köllumst líka á í litavali,“ segir hún en Hlín hannar skargripi sína úr tréperlum sem hún handmálar og blandar litina sjálf.Hlín hannar skartgripi úr trékúlum sem hún handmálar og sækir innblástur í litaflóru náttúrunnar.„Það var einmitt skemmtilegt að sjá hvað við vorum ótrúlega nálægt hvor annarri þegar við fórum að vinna,“ segir Hadda Fjóla en um margra ára skeið var heilt haf á milli þeirra þegar Hadda bjó í Gautaborg í yfir tíu ár. „Við unnum sýninguna þannig að við töluðum mikið saman og héldum fundi og kíktum á vinnustofuna hjá hvor annarri. Við skoðuðum salinn líka vel og hugmyndin er að setja saman innsetningu og samspil sem áhorfandinn mun upplifa,“ útskýrir Hadda Fjóla. „Það er gaman fyrir mig sem hönnuð að fara inn á svið myndlistarinnar en það er ákveðið bil á milli hönnunar og myndlistar,“ segir Hlín. „Ég er að hanna söluvöru sem er annar hlutur en að setja upp listaverk. Margir minna kúnna hafa reyndar hengt festarnar mínar upp á vegg hjá sér, sem mér þykir mikill heiður,“ segir Hlín og þær systurnar eru sammála um að vinnan við sýninguna hafi einnig gefið þeim nýja sýn á eigin verk. „Þetta var ofboðslega skemmtilegt vinnuferli,“ segir Hadda Fjóla.Hadda Fjóla vinnur olíumálverk með fíngerðum pensli og hleður doppum lag fyrir lag.Systurnar verða með leiðsögn um sýninguna 13. mars kl. 15-17 og dagana 14. og 15. mars kl. 13-15. Sýningin stendur til 31. mars. Nánar má forvitnast um verk þeirra á haddafjolareykdal.com og hlinreykdal.com.
HönnunarMars Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Sjá meira