Rekstrarform í heilsugæslu Oddur Steinarsson skrifar 19. febrúar 2015 07:00 Nokkuð hefur verið skrifað undanfarið um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi í heilbrigðisþjónustu. Undirritaður hefur saknað nokkuð faglegs samanburðar og staðreynda í þeirri umfjöllun. Hvað varðar heilsugæsluna þá vil ég benda á nokkur atriði. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við hafa heimilislæknar fengið að starfa mun meira sjálfstætt en á Íslandi. Í nýlegri skýrslu Health Consumer Powerhouse er Holland í efsta sæti í Evrópu hvað varðar gæði heilbrigðisþjónustu. Þar er mjög öflugt kerfi heimilislækna sem fá að starfa sjálfstætt. Noregur er efst Norðurlandanna, eða í 3. sæti þar. Norðmenn innleiddu „Fastlege“-kerfi á landsvísu í heilsugæslunni 2001, en það var vinstri stjórn Stoltenbergs sem innleiddi það kerfi og með því var heimilislæknum leyft að starfa sjálfstætt. Þá vantaði um 1.000 heimilislækna á landsvísu. Það skarð er í dag að mestu fyllt. Góður árangur Í Svíþjóð var innleitt breytt kerfi í heilsugæslunni á árunum 2007-2009, en það var gert eftir að horft var til fyrirmynda meðal annars frá Danmörku og Noregi. Þetta kerfi byggist á valfrelsi einstaklingsins þar sem heilsugæslur sinna ákveðnum svæðum, en skjólstæðingarnir geta valið hvert þeir sækja þjónustuna og fjármagnið fylgir með. Hvað varðar árangur af þessu þá hafa stóru háskólarnir gert greiningar og niðurstaðan er sú að árangurinn sé almennt góður. Jafnframt gefa aðrar stofnanir reglulega út greiningar á árangri. Karolinska Institutet hefur reglulega birt skýrslur um árangur í Stokkhólmi. Þar jukust læknisheimsóknir í heilsugæslunni um 28% á árunum 2006-2009 og heildarkostnaður jókst um 2,8% á sama tíma. Árið 2006 voru það íbúar á svæðum með háar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir, en 2009 voru það íbúar á svæðum með lágar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir til heimilislækna. Í Gautaborg og nágrenni jukust læknisheimsóknir um nærri 15% í heilsugæslunni og kostnaðurinn þar hefur verið undir þessari aukningu líkt og í Stokkhólmi. Við kerfisbreytingarnar í Svíþjóð fjölgaði heilsugæslum um 223 og eru nú um 1.200 á landsvísu. Sænska ríkisendurskoðunin birti í haust skýrslu þar sem vissir þættir kerfisins voru gagnrýndir, en sú skýrsla hefur verið umdeild og verklagi við hana mótmælt harðlega af til dæmis VG region (Gautaborg og nágrenni), sem gerði athugasemdir um að notuð hefðu verið röng viðmið. Eftir kerfisbreytingarnar í Svíþjóð hefur heimilislæknum verið að fjölga og ásókn í heimilislækningar aukist mjög. Þar fengu um 300 læknar sérfræðileyfi í heimilislækningum árið 2009, en 603 árið 2013. Í Gautaborg og nágrenni voru sérnámslæknar í heimilislækningum 173 í ársbyrjun 2009, en hafði fjölgað í 350 á miðju ári 2013. Til samanburðar útskrifuðust 8 með sérfræðileyfi í heimilislækningum á tveggja ára tímabili 2013-2014 á Íslandi, eða um fjórir á ári (Svíar eru um 30 sinnum fleiri en við, þannig að ef við fylgdum þeim þá ættu um 10-20 að útskrifast á ári). Á sama tíma var meðalaldur sérfræðinga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 55 ár í haust og aðeins 27% undir 50 ára aldri. Jafnframt var birt viðhorfskönnun læknanema til sérgreina í Læknablaðinu nú í febrúar sl., en þar höfðu aðeins 10 læknanemar af 205 sem svöruðu mestan áhuga á heimilislækningum. Að ofangreindu er ljóst að við stöndum frammi fyrir verulegum vanda í heilsugæslunni á Íslandi. Fyrirmyndir að breytingum eru til staðar á Norðurlöndunum. Það er mikilvægt að skoða það sem vel hefur verið gert þar og heimfæra til þess að byggja upp öfluga heilsugæslu á Íslandi. Jafnframt er mikilvægt að umræðan sé fagleg og byggist á staðreyndum því að íslensk heilsugæsla glímir við áratuga uppsafnaðan vanda og verulega undirmönnun lækna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddur Steinarsson Heilsugæsla Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið skrifað undanfarið um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi í heilbrigðisþjónustu. Undirritaður hefur saknað nokkuð faglegs samanburðar og staðreynda í þeirri umfjöllun. Hvað varðar heilsugæsluna þá vil ég benda á nokkur atriði. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við hafa heimilislæknar fengið að starfa mun meira sjálfstætt en á Íslandi. Í nýlegri skýrslu Health Consumer Powerhouse er Holland í efsta sæti í Evrópu hvað varðar gæði heilbrigðisþjónustu. Þar er mjög öflugt kerfi heimilislækna sem fá að starfa sjálfstætt. Noregur er efst Norðurlandanna, eða í 3. sæti þar. Norðmenn innleiddu „Fastlege“-kerfi á landsvísu í heilsugæslunni 2001, en það var vinstri stjórn Stoltenbergs sem innleiddi það kerfi og með því var heimilislæknum leyft að starfa sjálfstætt. Þá vantaði um 1.000 heimilislækna á landsvísu. Það skarð er í dag að mestu fyllt. Góður árangur Í Svíþjóð var innleitt breytt kerfi í heilsugæslunni á árunum 2007-2009, en það var gert eftir að horft var til fyrirmynda meðal annars frá Danmörku og Noregi. Þetta kerfi byggist á valfrelsi einstaklingsins þar sem heilsugæslur sinna ákveðnum svæðum, en skjólstæðingarnir geta valið hvert þeir sækja þjónustuna og fjármagnið fylgir með. Hvað varðar árangur af þessu þá hafa stóru háskólarnir gert greiningar og niðurstaðan er sú að árangurinn sé almennt góður. Jafnframt gefa aðrar stofnanir reglulega út greiningar á árangri. Karolinska Institutet hefur reglulega birt skýrslur um árangur í Stokkhólmi. Þar jukust læknisheimsóknir í heilsugæslunni um 28% á árunum 2006-2009 og heildarkostnaður jókst um 2,8% á sama tíma. Árið 2006 voru það íbúar á svæðum með háar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir, en 2009 voru það íbúar á svæðum með lágar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir til heimilislækna. Í Gautaborg og nágrenni jukust læknisheimsóknir um nærri 15% í heilsugæslunni og kostnaðurinn þar hefur verið undir þessari aukningu líkt og í Stokkhólmi. Við kerfisbreytingarnar í Svíþjóð fjölgaði heilsugæslum um 223 og eru nú um 1.200 á landsvísu. Sænska ríkisendurskoðunin birti í haust skýrslu þar sem vissir þættir kerfisins voru gagnrýndir, en sú skýrsla hefur verið umdeild og verklagi við hana mótmælt harðlega af til dæmis VG region (Gautaborg og nágrenni), sem gerði athugasemdir um að notuð hefðu verið röng viðmið. Eftir kerfisbreytingarnar í Svíþjóð hefur heimilislæknum verið að fjölga og ásókn í heimilislækningar aukist mjög. Þar fengu um 300 læknar sérfræðileyfi í heimilislækningum árið 2009, en 603 árið 2013. Í Gautaborg og nágrenni voru sérnámslæknar í heimilislækningum 173 í ársbyrjun 2009, en hafði fjölgað í 350 á miðju ári 2013. Til samanburðar útskrifuðust 8 með sérfræðileyfi í heimilislækningum á tveggja ára tímabili 2013-2014 á Íslandi, eða um fjórir á ári (Svíar eru um 30 sinnum fleiri en við, þannig að ef við fylgdum þeim þá ættu um 10-20 að útskrifast á ári). Á sama tíma var meðalaldur sérfræðinga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 55 ár í haust og aðeins 27% undir 50 ára aldri. Jafnframt var birt viðhorfskönnun læknanema til sérgreina í Læknablaðinu nú í febrúar sl., en þar höfðu aðeins 10 læknanemar af 205 sem svöruðu mestan áhuga á heimilislækningum. Að ofangreindu er ljóst að við stöndum frammi fyrir verulegum vanda í heilsugæslunni á Íslandi. Fyrirmyndir að breytingum eru til staðar á Norðurlöndunum. Það er mikilvægt að skoða það sem vel hefur verið gert þar og heimfæra til þess að byggja upp öfluga heilsugæslu á Íslandi. Jafnframt er mikilvægt að umræðan sé fagleg og byggist á staðreyndum því að íslensk heilsugæsla glímir við áratuga uppsafnaðan vanda og verulega undirmönnun lækna.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun