Bæði ungir og gamlir fá að spila mest hjá Tindastól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2015 06:30 Darrel Keith Lewis (38 ára) og Pétur Rúnar Birgisson (18 ára) eru í stórum hlutverkum hjá Stólunum Vísir/Ernir Dominos-deild karla í körfubolta fer aftur af stað í þessari viku en það komu athyglisverðar niðurstöður í ljós þegar Fréttablaðið skoraði skiptingu spilatíma í fyrstu ellefu umferðunum. Markmiðið var að finna út hjá hvaða liðum ungir leikmenn (leikmenn yngri en tvítugt) og „gamlir“ leikmenn (leikmenn 32 ára og eldri) fengu flestar mínútur inni á vellinum í fyrri umferðinni. Svo skemmtilega vildi til að það er spænski þjálfarinn Israel Martin hjá Tindastól sem treystir mest á unga og gamla leikmenn. Nýliðar Tindastóls hafa slegið í gegn í vetur en liðið er í öðru sæti deildarinnar og hefur unnið 9 af fyrstu 11 leikjum sínum í Dominos-deildinni. Í raun hafa Stólarnir aðeins misstigið sig einu sinni í deildinni til þessa því annað tapið kom í framlengdum útileik á móti hinu gríðarlega sterka KR-liði sem hefur unnið alla leiki sína. Það er aðeins stórtap á móti Haukum á Ásvöllum í desember sem slær á körfuboltagleðina á Króknum. Tindastólsliðið er að mestu leyti skipað heimamönnum en þeir koma úr tveimur súper-kynslóðum, þeim gömlu sem eru allir fæddir í kringum 1980 og þeim ungu sem eru fæddir í kringum 1996. Þetta gerir það að verkum að enginn íslenskur leikmaður frá 21 árs til 29 ára hefur spilað eina sekúndu fyrir Stólana í fyrri umferðinni. Haukar eru ekki langt á eftir Tindastól á listanum yfir flestar mínútur hjá ungum leikmönnum og eiga tvo leikmenn á topp sjö yfir flestar mínútur leikmanna sem voru 19 ára og yngri á árinu 2014. Grindavík á einnig tvo leikmenn meðal þeirra efstu og eru þeir báðir meðal fimm efstu. Tindastóll er aðeins með einn leikmann á topp tíu en alls hafa sjö leikmenn 19 ára og yngri fengið að spreyta sig hjá Israel Martin. Snæfell er í 2. sætinu á eftir Stólunum á listanum yfir flestar mínútur hjá gömlu mönnunum en Hólmarar eru aftur á móti það lið þar sem ungir leikmenn hafa fengið minnst að spila. Snæfell á tvo leikmenn af þeim þremur efstu á listanum yfir flestar spilaðar mínútur hjá „gömlu“ mönnunum. Fjölnir er síðan eina lið deildarinnar sem hefur ekki fengið eina sekúndu frá leikmanni sem er 32 ára eða eldri. Elsti maður liðsins og sá eini yfir 27 ára hefur ennfremur aðeins verið inni á vellinum í 52 sekúndur. Nú er að sjá hvort ungu leikmennirnir hafa náð sér í nægilega reynslu og hvort þeir gömlu eigi nóg eftir á tankinum þegar nýliðarnir á Króknum mæta til leiks á nýju ári en fyrsti leikurinn er á móti Stjörnunni á fimmtudagskvöldið, liði sem er í 3. sæti á báðum listum og því ekki ólíkt uppbyggt liði Stólanna.Flestar mínútur hjá þeim ungu [Mínútur:sekúndur](Leikmenn fæddir 1995 og síðar, 19 ára og yngri) Tindastóll 654:49 Haukar 603:2 Stjarnan 563:35 Grindavík 550:3 Njarðvík 363:49 Fjölnir 259:57 Keflavík 248:26 KR 190:7 Þór Þorl. 105:37 ÍR 103:45 Skallagrímur 60:44 Snæfell 39:00Flestar mínútur hjá þeim gömlu [Mínútur:sekúndur](Leikmenn fæddir 1982 og fyrr, 32 ára og eldri) Tindastóll 729:35 Snæfell 658:36 Stjarnan 594:43 Njarðvík 562:19 Grindavík 541:43 Keflavík 385:51 KR 327:37 Þór Þorl. 302:21 Skallagrímur 186:20 Haukar 177:52 ÍR 52:22 Fjölnir 0:00Flestar mínútur ungra leikmanna [Mínútur:sekúndur](Leikmenn fæddir 1995 og síðar, 19 ára og yngri) 1. Dagur Kár Jónsson, Stjörnunni 354:57 2. Pétur Rúnar Birgisson, Tindastól 350:29 3. Kári Jónsson, Haukum 333:10 4. Oddur Rúnar Kristjánsson, Grindavík 221:12 5. Hilmir Kristjánsson, Grindavík 204:43 6. Maciej Stanislav Baginski, Njarðvík 191:22 7. Hjálmar Stefánsson, Haukum 180:30 8. Tómas Þórður Hilmarsson, Stjörnunni 171:7 9. Ragnar Helgi Friðriksson, Njarðvík 170:7 10. Eysteinn Bjarni Ævarsson, Keflavík 167:39Flestar mínútur eldri leikmanna [Mínútur:sekúndur](Leikmenn fæddir 1982 og fyrr, 32 ára og eldri) 1. Sigurður Á. Þorvaldsson, Snæfell 375:25 2. Darrel Keith Lewis, Tindastól 335:49 3. Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Snæfell 331:11 4. Helgi Már Magnússon, KR 327:37 5. Marvin Valdimarsson, Stjörnunni 322:45 6. Nemanja Sovic, Þór Þ. 302:21 7. Logi Gunnarsson, Njarðvík 290:14 8. Ómar Örn Sævarsson, Grindavík 287:41 9. Mirko Stefán Virijevic, Njarðvík 272:5 10. Justin Shouse, Stjörnunni 271:58 Dominos-deild karla Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Meistararnir í Sláturhúsinu Í beinni: ÍR - Tindastóll | Heldur draumabyrjun Stólanna áfram? Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira
Dominos-deild karla í körfubolta fer aftur af stað í þessari viku en það komu athyglisverðar niðurstöður í ljós þegar Fréttablaðið skoraði skiptingu spilatíma í fyrstu ellefu umferðunum. Markmiðið var að finna út hjá hvaða liðum ungir leikmenn (leikmenn yngri en tvítugt) og „gamlir“ leikmenn (leikmenn 32 ára og eldri) fengu flestar mínútur inni á vellinum í fyrri umferðinni. Svo skemmtilega vildi til að það er spænski þjálfarinn Israel Martin hjá Tindastól sem treystir mest á unga og gamla leikmenn. Nýliðar Tindastóls hafa slegið í gegn í vetur en liðið er í öðru sæti deildarinnar og hefur unnið 9 af fyrstu 11 leikjum sínum í Dominos-deildinni. Í raun hafa Stólarnir aðeins misstigið sig einu sinni í deildinni til þessa því annað tapið kom í framlengdum útileik á móti hinu gríðarlega sterka KR-liði sem hefur unnið alla leiki sína. Það er aðeins stórtap á móti Haukum á Ásvöllum í desember sem slær á körfuboltagleðina á Króknum. Tindastólsliðið er að mestu leyti skipað heimamönnum en þeir koma úr tveimur súper-kynslóðum, þeim gömlu sem eru allir fæddir í kringum 1980 og þeim ungu sem eru fæddir í kringum 1996. Þetta gerir það að verkum að enginn íslenskur leikmaður frá 21 árs til 29 ára hefur spilað eina sekúndu fyrir Stólana í fyrri umferðinni. Haukar eru ekki langt á eftir Tindastól á listanum yfir flestar mínútur hjá ungum leikmönnum og eiga tvo leikmenn á topp sjö yfir flestar mínútur leikmanna sem voru 19 ára og yngri á árinu 2014. Grindavík á einnig tvo leikmenn meðal þeirra efstu og eru þeir báðir meðal fimm efstu. Tindastóll er aðeins með einn leikmann á topp tíu en alls hafa sjö leikmenn 19 ára og yngri fengið að spreyta sig hjá Israel Martin. Snæfell er í 2. sætinu á eftir Stólunum á listanum yfir flestar mínútur hjá gömlu mönnunum en Hólmarar eru aftur á móti það lið þar sem ungir leikmenn hafa fengið minnst að spila. Snæfell á tvo leikmenn af þeim þremur efstu á listanum yfir flestar spilaðar mínútur hjá „gömlu“ mönnunum. Fjölnir er síðan eina lið deildarinnar sem hefur ekki fengið eina sekúndu frá leikmanni sem er 32 ára eða eldri. Elsti maður liðsins og sá eini yfir 27 ára hefur ennfremur aðeins verið inni á vellinum í 52 sekúndur. Nú er að sjá hvort ungu leikmennirnir hafa náð sér í nægilega reynslu og hvort þeir gömlu eigi nóg eftir á tankinum þegar nýliðarnir á Króknum mæta til leiks á nýju ári en fyrsti leikurinn er á móti Stjörnunni á fimmtudagskvöldið, liði sem er í 3. sæti á báðum listum og því ekki ólíkt uppbyggt liði Stólanna.Flestar mínútur hjá þeim ungu [Mínútur:sekúndur](Leikmenn fæddir 1995 og síðar, 19 ára og yngri) Tindastóll 654:49 Haukar 603:2 Stjarnan 563:35 Grindavík 550:3 Njarðvík 363:49 Fjölnir 259:57 Keflavík 248:26 KR 190:7 Þór Þorl. 105:37 ÍR 103:45 Skallagrímur 60:44 Snæfell 39:00Flestar mínútur hjá þeim gömlu [Mínútur:sekúndur](Leikmenn fæddir 1982 og fyrr, 32 ára og eldri) Tindastóll 729:35 Snæfell 658:36 Stjarnan 594:43 Njarðvík 562:19 Grindavík 541:43 Keflavík 385:51 KR 327:37 Þór Þorl. 302:21 Skallagrímur 186:20 Haukar 177:52 ÍR 52:22 Fjölnir 0:00Flestar mínútur ungra leikmanna [Mínútur:sekúndur](Leikmenn fæddir 1995 og síðar, 19 ára og yngri) 1. Dagur Kár Jónsson, Stjörnunni 354:57 2. Pétur Rúnar Birgisson, Tindastól 350:29 3. Kári Jónsson, Haukum 333:10 4. Oddur Rúnar Kristjánsson, Grindavík 221:12 5. Hilmir Kristjánsson, Grindavík 204:43 6. Maciej Stanislav Baginski, Njarðvík 191:22 7. Hjálmar Stefánsson, Haukum 180:30 8. Tómas Þórður Hilmarsson, Stjörnunni 171:7 9. Ragnar Helgi Friðriksson, Njarðvík 170:7 10. Eysteinn Bjarni Ævarsson, Keflavík 167:39Flestar mínútur eldri leikmanna [Mínútur:sekúndur](Leikmenn fæddir 1982 og fyrr, 32 ára og eldri) 1. Sigurður Á. Þorvaldsson, Snæfell 375:25 2. Darrel Keith Lewis, Tindastól 335:49 3. Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Snæfell 331:11 4. Helgi Már Magnússon, KR 327:37 5. Marvin Valdimarsson, Stjörnunni 322:45 6. Nemanja Sovic, Þór Þ. 302:21 7. Logi Gunnarsson, Njarðvík 290:14 8. Ómar Örn Sævarsson, Grindavík 287:41 9. Mirko Stefán Virijevic, Njarðvík 272:5 10. Justin Shouse, Stjörnunni 271:58
Dominos-deild karla Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Meistararnir í Sláturhúsinu Í beinni: ÍR - Tindastóll | Heldur draumabyrjun Stólanna áfram? Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira