Lífið

Acapella: Nýjasta æðið á samfélagsmiðlunum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Acapella fer eins og eldur um sinu á Twitter og Facebook.
Acapella fer eins og eldur um sinu á Twitter og Facebook. Skjáskot
Ertu á Twitter? Þá eru mjög miklar líkur á að þú hafir séð eitthvað álíka á tímalínunni þinni að undanförnu:

Eða kannski eitthvað þessu líkt?

Veistu ekkert hvað þetta er? Þetta er hið nýja forrir Acapella og það hefur vakið stormandi lukka á internetinu undanfarna mánuði.

Í raun virkar það á ósköp einfaldan hátt: Notendur taka upp nokkur myndbönd og setja þau svo saman. Útkoman getur orðið ansi mögnuð líkt og dæmin sanna. Tónlistarmenn á YouTube hafa reyndar gert svipuð myndbönd árum saman en forritið Acapella auðveldar ferlið til muna.

Ekki er langt síðan það var gefið út og það hefur vaxið gríðarlega. Notendur þess að sögn fyrirtækisins eru um sjö milljónir á mánuði og Mixcord, fyrirtækið á bakvið forritið, hefur nýlega safnað einni milljón dollara frá fjárfestum.

En hvað er svona merkilegt við Acapella?

Ef til vill er það hversu hratt það hefur skotist upp á sjónarsviðið en Facebook, Twitter og Instagram hafa tekið því opnum örmum.

Fyrst og fremst er snilldin við Acapella þó ekki bara hversu auðvelt það gerir hæfileikaríkum tónlistarmönnum kleyft að tjá sig eins og sjá má hér fyrir neðan.

Nei, ef til vill eru það grínistarnir sem hafa fundið sinn stað í Acapella en hér fyrir neðan má finna nokkur af myndböndunum frá grínistum sem slegið hafa í gegn að undanförnu.

Hér gerir einn grín að atriðinu í Titanic þar sem persónan hennar Kate Winslet einokar plássið á rekaviðnum.

Svo er það gaurinn sem hermir eftir Justin Bieber með skrýtnum hlutum.

Internetið, það er allt hægt.

Notar þú Acapella? Sendu inn tengil á þitt Acapella-myndband á ritstjorn@visir.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×