Sport

Evrópumeistararnir fengu hetjulegar móttökur í Leifsstöð

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bjarki og Sunna eru Evrópumeistarar.
Bjarki og Sunna eru Evrópumeistarar. vísir/vbb
Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson fengu hetjulegar móttökur í Leifstöð nú síðdegis þegar nýkrýndir Evrópumeistaranir komu heim eftir flotta ferð til Englands.

Sunna Rannveig og Bjarki, sem bæði keppa í blönduðum bardagalistum fyrir Mjölni, urðu Evrópumeistarar áhugamanna, en þetta var í fyrsta sinn sem Evrópumót áhugamanna er haldið.

Sjá einnig:Verð að heyra í dóttur minni áður en ég fer í búrið

Bjarki Þór lagði Búlgarann og heimsmeistarann Dorian Dermend­zhiev í mögnuðum bardaga í veltivigt sem fór alla leið. Sunna Rannveig mætti hinni sænsku Önju Saxmark í úrslitum og kláraði hana með tæknilegu rothöggi í annarri lotu.

Á milli 30-40 manns; vinir, ættingjar og félagar hjá Mjölni, voru mætt til að taka á móti Evrópumeisturum þegar þau lentu í Leifsstöð í dag.

Valtýr Björn Valtýsson, fréttamaður íþróttadeildar 365, var á svæðinu og tók meðfylgjandi myndir, en nánar verður fjallað um heimkomuna í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 í kvöld.





Hópurinn bíður eftir hetjunum.vísir/vbv
MMA

Tengdar fréttir

Sunna Rannveig Evrópumeistari

Sunna Rannveig Davíðsdóttir bar sigur úr býtum á Evrópumeistaramóti áhugamanna í MMA.

Bjarki Þór Evrópumeistari

Bjarki Þór Pálsson var rétt í þessu að verða Evrópumeistari í MMA. Bjarki sigraði Búlgara eftir einróma dómaraákvörðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×