Viðskipti erlent

Hlutabréf í Volkswagen féllu um tíu prósent í dag

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Málið þykir hið allra versta fyrir Volkswagen.
Málið þykir hið allra versta fyrir Volkswagen. vísir/getty

Hlutabréf í Volkswagen féllu mjög í dag eftir að stjórnendur fyrirtækisins uppljóstruðu að útblástursskandallinn gæti náð til um 800.000 fleiri bíla en áður var talið. Kostnaður vegna þessa er talinn geta numið um tveimur milljörðum bandaríkjadollara.

Í yfirlýsingu frá Volkswagen kemur fram að svindlbúnaðinn hefði ekki aðeins verið að finna í díesel heldur sé möguleiki á að hann sé einnig í nokkrum bensínknúnum bílum. Því væru bílarnir talsvert fleiri en talið var í upphafi.

Hlutabréf fyrirtækisins féllu í dag um tíu prósent en þau hafa fallið um helming frá því í september þegar upp komst um skandalinn. 3.647 bílar hér á landi eru með svindlbúnaðinn innanborðs.Tengdar fréttir

Tap hjá Volkswagen í fyrsta sinn í fimmtán ár

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen tilkynnti í gær um 3,5 milljarða evra, jafnvirði 500 milljarða íslenskra króna, rekstrartap á þriðja ársfjórðungi, og 2,5 milljarða evra, jafnvirði 250 milljarða króna, tap fyrir skatt. Þetta er í fyrsta sinn í fimmtán ár sem Volkswagen sýnir tap í þriggja mánaða uppgjöri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
1,63
42
800.143
TM
0,54
4
42.574
EIM
0
2
17.743
VIS
0
2
816

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,08
40
141.521
ORIGO
-2,92
7
31.747
FESTI
-1,78
7
122.200
HAGA
-1,17
17
266.649
REITIR
-1,12
8
128.105
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.