Norski myndlistarmaðurinn lifir sig inn í fornsögurnar Kristján Már Unnarsson skrifar 31. október 2015 20:30 Hversvegna eru þúsundir Norðmanna tilbúnar að greiða háar fjárhæðir til að eignast viðhafnarútgáfu Flateyjarbókar í sjö bindum? Það spillir sennilega ekki að bókin er skreytt fögrum málverkum úr íslenska sagnaarfinum. Svo segir hún einnig sögu norsku konunganna. Norska forlagið Saga Bok stendur að útgáfunni, 2. bindi var kynnt í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar við Sturlugötu í gær, og það er óhætt að segja að metnaður sé lagður í verkið. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndina af Þorgeiri Ljósvetningagoða þar sem hann stendur á Lögbergi á Þingvöllum. Einnig myndina af Ingólfi Arnarsyni að finna öndvegissúlurnar í fjöruborðinu í Reykjavík. Og af Þorfinni Karlsefni og Guðríði Þorbjarnardóttur að hitta indíána í Vínlandi.Þorgeir Ljósvetningagoði á Þingvöllum árið 1000, eftir að hafa legið undir feldi.Mynd/Anders Kvåle Rue.Myndlistarmaðurinn Anders Kvåle Rue er að mála næstum eitthundrað svona myndir fyrir bindin sjö. Hann lifir sig svo inn í verkið að hann vill líta út eins og víkingur, - og les það svo spjaldanna á milli. „Nú hef ég haft tækifæri til að lesa textann í Flateyjarbók. Ég les hann nákvæmlega, orð fyrir orð, til að ná öllu,“ segir Anders Kvåle Rue. Hugmyndin er að láta fornsögurnar höfða til yngri kynslóða. Lærdómssetrið á Leirubakka í Landssveit er í samstarfi við norska forlagið og kannar möguleika á því að gefa Flateyjarbók út á íslensku. Anders Hansen á Leirubakka segir að áhuginn í Noregi hafi reynst gríðarlega mikill. „Þegar við höfum það í huga að hver bók kostar út úr búð í Noregi um 15 þúsund krónur íslenskar. Þeir eru búnir að selja yfir fimm þúsund stykki af fyrsta bindinu,“ segir Anders Hansen. Og norski þýðandinn Torgrim Titlestad, prófessor í Stafangri, vill láta nafn sitt hljóma eins og það sé íslenskt: „Þorgrímur Þistilstaðir“ segir hann. En hversvegna eru Norðmenn svona spenntir yfir bók sem skrifuð var í Víðidalstungu í Húnavatnssýslu á fjórtándu öld? „Það má segja að án íslensku sagnanna ætti Noregur enga sögu fyrir þrettándu öld,“ segir Torgrim Titlestad. Flateyjarbók er stærsta íslenska skinnhandritið, og að margra mati eitt það fegursta, og geymir meðal annars sögu Noregskonunga, segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar. „Þetta er saga konunganna þeirra og það er ein hugmynd um það að Flateyjarbók hafi beinlínis verið skrifuð til að gefa konungi,“ segir Guðrún. Tengdar fréttir Ný Flateyjarbók kynnt Ný og ríkulega myndskreytt útgáfa af Flateyjarbók á norsku verður kynnt í dag í Fróða, sal í húsi Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8. Norska forlagið SagaBok gefur hana út. 30. október 2015 10:45 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira
Hversvegna eru þúsundir Norðmanna tilbúnar að greiða háar fjárhæðir til að eignast viðhafnarútgáfu Flateyjarbókar í sjö bindum? Það spillir sennilega ekki að bókin er skreytt fögrum málverkum úr íslenska sagnaarfinum. Svo segir hún einnig sögu norsku konunganna. Norska forlagið Saga Bok stendur að útgáfunni, 2. bindi var kynnt í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar við Sturlugötu í gær, og það er óhætt að segja að metnaður sé lagður í verkið. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndina af Þorgeiri Ljósvetningagoða þar sem hann stendur á Lögbergi á Þingvöllum. Einnig myndina af Ingólfi Arnarsyni að finna öndvegissúlurnar í fjöruborðinu í Reykjavík. Og af Þorfinni Karlsefni og Guðríði Þorbjarnardóttur að hitta indíána í Vínlandi.Þorgeir Ljósvetningagoði á Þingvöllum árið 1000, eftir að hafa legið undir feldi.Mynd/Anders Kvåle Rue.Myndlistarmaðurinn Anders Kvåle Rue er að mála næstum eitthundrað svona myndir fyrir bindin sjö. Hann lifir sig svo inn í verkið að hann vill líta út eins og víkingur, - og les það svo spjaldanna á milli. „Nú hef ég haft tækifæri til að lesa textann í Flateyjarbók. Ég les hann nákvæmlega, orð fyrir orð, til að ná öllu,“ segir Anders Kvåle Rue. Hugmyndin er að láta fornsögurnar höfða til yngri kynslóða. Lærdómssetrið á Leirubakka í Landssveit er í samstarfi við norska forlagið og kannar möguleika á því að gefa Flateyjarbók út á íslensku. Anders Hansen á Leirubakka segir að áhuginn í Noregi hafi reynst gríðarlega mikill. „Þegar við höfum það í huga að hver bók kostar út úr búð í Noregi um 15 þúsund krónur íslenskar. Þeir eru búnir að selja yfir fimm þúsund stykki af fyrsta bindinu,“ segir Anders Hansen. Og norski þýðandinn Torgrim Titlestad, prófessor í Stafangri, vill láta nafn sitt hljóma eins og það sé íslenskt: „Þorgrímur Þistilstaðir“ segir hann. En hversvegna eru Norðmenn svona spenntir yfir bók sem skrifuð var í Víðidalstungu í Húnavatnssýslu á fjórtándu öld? „Það má segja að án íslensku sagnanna ætti Noregur enga sögu fyrir þrettándu öld,“ segir Torgrim Titlestad. Flateyjarbók er stærsta íslenska skinnhandritið, og að margra mati eitt það fegursta, og geymir meðal annars sögu Noregskonunga, segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar. „Þetta er saga konunganna þeirra og það er ein hugmynd um það að Flateyjarbók hafi beinlínis verið skrifuð til að gefa konungi,“ segir Guðrún.
Tengdar fréttir Ný Flateyjarbók kynnt Ný og ríkulega myndskreytt útgáfa af Flateyjarbók á norsku verður kynnt í dag í Fróða, sal í húsi Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8. Norska forlagið SagaBok gefur hana út. 30. október 2015 10:45 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira
Ný Flateyjarbók kynnt Ný og ríkulega myndskreytt útgáfa af Flateyjarbók á norsku verður kynnt í dag í Fróða, sal í húsi Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8. Norska forlagið SagaBok gefur hana út. 30. október 2015 10:45