Sport

Arnar var nálægt Íslandsmetinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arnar Helgi Lárusson við keppnisstólinn sinn sem hann smíðaði sjálfur.
Arnar Helgi Lárusson við keppnisstólinn sinn sem hann smíðaði sjálfur. vísir/getty
Arnar Helgi Lárusson tók í morgun þátt í 100 metra hjólastólaspretti á HM fatlaðra í frjálsum íþróttum sem fram fer í Doha í Katar.

Arnar Helgi hjó ansi nærri Íslandsmeti sínu en hann kom í mark á 17,79 sekúndum. Íslandsmet hans er 17,77 sekúndur. Arnar varð áttundi í sínum riðli en smá mótvindur var í Doha.

Mótið er þó ekki búið hjá Arnari Helga því hann keppir í 20 metra spretti á sunnudag og 400 metra spretti á þriðjudag.

Tveir Íslendingar taka þátt á mótinu en spjótkastarinn Helgi Sveinsson keppir í spjótkasti þann 30. október.


Tengdar fréttir

Ætla mér að komast til Ríó

Njarðvíkingurinn Arnar Helgi Lárusson hefur leik á HM fatlaðra í frjálsum íþróttum í dag. Hann ætlar sér stóra hluti í Doha og setur stefnuna á að komast á Ólympíumótið í Ríó á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×