Sextán ára Fylkismaður á vit ævintýranna í Hollandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. október 2015 18:24 Mynd/Heimasíða Groningen Fylkismaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er genginn til liðs við FC Groningen í Hollandi en hann skrifaði undir samning þess efnis í dag. Kolbeinn er aðeins sextán ára gamall og er fyrsti erlendi leikmaðurinn undir átján ára aldri sem FC Groningen fær til sín. Hann er einnig yngsti knattspyrnumaðurinn sem hefur fengið samning hjá félaginu. „Mér leist strax vel á þetta frá fyrsta degi,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi í dag en hann segir að aðdragandinn hafi verið langur en aðilar byrjuðu fyrst að ræða saman fyrir ári síðan.Sjá einnig: Vonarstjarna Fylkis á leið til Groningen „Mér líður mjög vel. Ég ætla að vera duglegur að æfa og standa mig vel hér úti. Það hafa allir tekið mér mjög vel,“ segir Kolbeinn sem mun fyrst um sinn æfa með U-17 liði Groningen en gæti fljótt skipt upp í U-19 liðið ef allt gengur að óskum. Kolbeinn, sem er fæddur árið 1999, spilaði með meistaraflokki Fylkis í sumar og kom við sögu í alls ellefu leikjum í deild og bikar. Hann segir að það hafi tekið sinn tíma að venjast því.Kolbeinn skrifar undir samninginn í dag.Mynd/Heimasíða GroningenPabbinn var valinn bestur „Þetta var breyting fyrir mig en mér fannst að ég hafi komist fljótt inn í það. Þetta var ekki of stórt skref fyrir mig,“ segir Kolbeinn sem var orðinn fastamaður í liði Fylkis á síðari hluta tímabilsins í sumar.Sjá einnig: Kolbeinn bætti metið um tíu daga Faðir hans er Finnur Kolbeinsson, einn leikjahæsti leikmaður Fylkis frá upphafi, og besti leikmaður Íslandsmótsins 2002. Finnur segir að hann og móðir Kolbeins munu skiptast á að vera með syninum ytra fyrstu átján mánuðina að minnsta kosti. „Við teljum það nauðsynlegt,“ sagði Finnur sem var vitanlega stoltur af sínum manni. „Þetta er stórt skref fyrir hann enda að fara í nýtt umhverfi og þarf að læra nýtt tungumál. Það er mjög mikilvægt að hann fái stuðning fjölskyldunnar.“Finnur með foreldrum sínum.Mynd/Heimasíða GroningenRétt að taka skrefið núna Finnur segir að fjölskyldan hafi skoðað þetta mál út frá öllum hliðum áður en ákvörðun var tekin um hvort að Kolbeinn færi út svo ungur. „Þessu veltum við fyrir okkur fram og til baka - hvort hann ætti að spila áfram með meistaraflokki heima eða fara út. En ef menn bera þann draum í brjósti að verða atvinnumaður þarf að taka þetta skref einhvern tímann. Við teljum að það sé rétt að gera það nú.“ Finnur hefur eins og sonur sinn góða tilfinningu fyrir Groningen. „Okkur finnst að félagið hafi fylgt því mjög vel eftir að fá hann hingað út. Það er heimilislegt hjá félaginu og gott fólk sem þar starfar.“ Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
Fylkismaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er genginn til liðs við FC Groningen í Hollandi en hann skrifaði undir samning þess efnis í dag. Kolbeinn er aðeins sextán ára gamall og er fyrsti erlendi leikmaðurinn undir átján ára aldri sem FC Groningen fær til sín. Hann er einnig yngsti knattspyrnumaðurinn sem hefur fengið samning hjá félaginu. „Mér leist strax vel á þetta frá fyrsta degi,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi í dag en hann segir að aðdragandinn hafi verið langur en aðilar byrjuðu fyrst að ræða saman fyrir ári síðan.Sjá einnig: Vonarstjarna Fylkis á leið til Groningen „Mér líður mjög vel. Ég ætla að vera duglegur að æfa og standa mig vel hér úti. Það hafa allir tekið mér mjög vel,“ segir Kolbeinn sem mun fyrst um sinn æfa með U-17 liði Groningen en gæti fljótt skipt upp í U-19 liðið ef allt gengur að óskum. Kolbeinn, sem er fæddur árið 1999, spilaði með meistaraflokki Fylkis í sumar og kom við sögu í alls ellefu leikjum í deild og bikar. Hann segir að það hafi tekið sinn tíma að venjast því.Kolbeinn skrifar undir samninginn í dag.Mynd/Heimasíða GroningenPabbinn var valinn bestur „Þetta var breyting fyrir mig en mér fannst að ég hafi komist fljótt inn í það. Þetta var ekki of stórt skref fyrir mig,“ segir Kolbeinn sem var orðinn fastamaður í liði Fylkis á síðari hluta tímabilsins í sumar.Sjá einnig: Kolbeinn bætti metið um tíu daga Faðir hans er Finnur Kolbeinsson, einn leikjahæsti leikmaður Fylkis frá upphafi, og besti leikmaður Íslandsmótsins 2002. Finnur segir að hann og móðir Kolbeins munu skiptast á að vera með syninum ytra fyrstu átján mánuðina að minnsta kosti. „Við teljum það nauðsynlegt,“ sagði Finnur sem var vitanlega stoltur af sínum manni. „Þetta er stórt skref fyrir hann enda að fara í nýtt umhverfi og þarf að læra nýtt tungumál. Það er mjög mikilvægt að hann fái stuðning fjölskyldunnar.“Finnur með foreldrum sínum.Mynd/Heimasíða GroningenRétt að taka skrefið núna Finnur segir að fjölskyldan hafi skoðað þetta mál út frá öllum hliðum áður en ákvörðun var tekin um hvort að Kolbeinn færi út svo ungur. „Þessu veltum við fyrir okkur fram og til baka - hvort hann ætti að spila áfram með meistaraflokki heima eða fara út. En ef menn bera þann draum í brjósti að verða atvinnumaður þarf að taka þetta skref einhvern tímann. Við teljum að það sé rétt að gera það nú.“ Finnur hefur eins og sonur sinn góða tilfinningu fyrir Groningen. „Okkur finnst að félagið hafi fylgt því mjög vel eftir að fá hann hingað út. Það er heimilislegt hjá félaginu og gott fólk sem þar starfar.“
Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti