Sextán ára Fylkismaður á vit ævintýranna í Hollandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. október 2015 18:24 Mynd/Heimasíða Groningen Fylkismaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er genginn til liðs við FC Groningen í Hollandi en hann skrifaði undir samning þess efnis í dag. Kolbeinn er aðeins sextán ára gamall og er fyrsti erlendi leikmaðurinn undir átján ára aldri sem FC Groningen fær til sín. Hann er einnig yngsti knattspyrnumaðurinn sem hefur fengið samning hjá félaginu. „Mér leist strax vel á þetta frá fyrsta degi,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi í dag en hann segir að aðdragandinn hafi verið langur en aðilar byrjuðu fyrst að ræða saman fyrir ári síðan.Sjá einnig: Vonarstjarna Fylkis á leið til Groningen „Mér líður mjög vel. Ég ætla að vera duglegur að æfa og standa mig vel hér úti. Það hafa allir tekið mér mjög vel,“ segir Kolbeinn sem mun fyrst um sinn æfa með U-17 liði Groningen en gæti fljótt skipt upp í U-19 liðið ef allt gengur að óskum. Kolbeinn, sem er fæddur árið 1999, spilaði með meistaraflokki Fylkis í sumar og kom við sögu í alls ellefu leikjum í deild og bikar. Hann segir að það hafi tekið sinn tíma að venjast því.Kolbeinn skrifar undir samninginn í dag.Mynd/Heimasíða GroningenPabbinn var valinn bestur „Þetta var breyting fyrir mig en mér fannst að ég hafi komist fljótt inn í það. Þetta var ekki of stórt skref fyrir mig,“ segir Kolbeinn sem var orðinn fastamaður í liði Fylkis á síðari hluta tímabilsins í sumar.Sjá einnig: Kolbeinn bætti metið um tíu daga Faðir hans er Finnur Kolbeinsson, einn leikjahæsti leikmaður Fylkis frá upphafi, og besti leikmaður Íslandsmótsins 2002. Finnur segir að hann og móðir Kolbeins munu skiptast á að vera með syninum ytra fyrstu átján mánuðina að minnsta kosti. „Við teljum það nauðsynlegt,“ sagði Finnur sem var vitanlega stoltur af sínum manni. „Þetta er stórt skref fyrir hann enda að fara í nýtt umhverfi og þarf að læra nýtt tungumál. Það er mjög mikilvægt að hann fái stuðning fjölskyldunnar.“Finnur með foreldrum sínum.Mynd/Heimasíða GroningenRétt að taka skrefið núna Finnur segir að fjölskyldan hafi skoðað þetta mál út frá öllum hliðum áður en ákvörðun var tekin um hvort að Kolbeinn færi út svo ungur. „Þessu veltum við fyrir okkur fram og til baka - hvort hann ætti að spila áfram með meistaraflokki heima eða fara út. En ef menn bera þann draum í brjósti að verða atvinnumaður þarf að taka þetta skref einhvern tímann. Við teljum að það sé rétt að gera það nú.“ Finnur hefur eins og sonur sinn góða tilfinningu fyrir Groningen. „Okkur finnst að félagið hafi fylgt því mjög vel eftir að fá hann hingað út. Það er heimilislegt hjá félaginu og gott fólk sem þar starfar.“ Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalinn í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Sjá meira
Fylkismaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er genginn til liðs við FC Groningen í Hollandi en hann skrifaði undir samning þess efnis í dag. Kolbeinn er aðeins sextán ára gamall og er fyrsti erlendi leikmaðurinn undir átján ára aldri sem FC Groningen fær til sín. Hann er einnig yngsti knattspyrnumaðurinn sem hefur fengið samning hjá félaginu. „Mér leist strax vel á þetta frá fyrsta degi,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi í dag en hann segir að aðdragandinn hafi verið langur en aðilar byrjuðu fyrst að ræða saman fyrir ári síðan.Sjá einnig: Vonarstjarna Fylkis á leið til Groningen „Mér líður mjög vel. Ég ætla að vera duglegur að æfa og standa mig vel hér úti. Það hafa allir tekið mér mjög vel,“ segir Kolbeinn sem mun fyrst um sinn æfa með U-17 liði Groningen en gæti fljótt skipt upp í U-19 liðið ef allt gengur að óskum. Kolbeinn, sem er fæddur árið 1999, spilaði með meistaraflokki Fylkis í sumar og kom við sögu í alls ellefu leikjum í deild og bikar. Hann segir að það hafi tekið sinn tíma að venjast því.Kolbeinn skrifar undir samninginn í dag.Mynd/Heimasíða GroningenPabbinn var valinn bestur „Þetta var breyting fyrir mig en mér fannst að ég hafi komist fljótt inn í það. Þetta var ekki of stórt skref fyrir mig,“ segir Kolbeinn sem var orðinn fastamaður í liði Fylkis á síðari hluta tímabilsins í sumar.Sjá einnig: Kolbeinn bætti metið um tíu daga Faðir hans er Finnur Kolbeinsson, einn leikjahæsti leikmaður Fylkis frá upphafi, og besti leikmaður Íslandsmótsins 2002. Finnur segir að hann og móðir Kolbeins munu skiptast á að vera með syninum ytra fyrstu átján mánuðina að minnsta kosti. „Við teljum það nauðsynlegt,“ sagði Finnur sem var vitanlega stoltur af sínum manni. „Þetta er stórt skref fyrir hann enda að fara í nýtt umhverfi og þarf að læra nýtt tungumál. Það er mjög mikilvægt að hann fái stuðning fjölskyldunnar.“Finnur með foreldrum sínum.Mynd/Heimasíða GroningenRétt að taka skrefið núna Finnur segir að fjölskyldan hafi skoðað þetta mál út frá öllum hliðum áður en ákvörðun var tekin um hvort að Kolbeinn færi út svo ungur. „Þessu veltum við fyrir okkur fram og til baka - hvort hann ætti að spila áfram með meistaraflokki heima eða fara út. En ef menn bera þann draum í brjósti að verða atvinnumaður þarf að taka þetta skref einhvern tímann. Við teljum að það sé rétt að gera það nú.“ Finnur hefur eins og sonur sinn góða tilfinningu fyrir Groningen. „Okkur finnst að félagið hafi fylgt því mjög vel eftir að fá hann hingað út. Það er heimilislegt hjá félaginu og gott fólk sem þar starfar.“
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalinn í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn