Sextán ára Fylkismaður á vit ævintýranna í Hollandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. október 2015 18:24 Mynd/Heimasíða Groningen Fylkismaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er genginn til liðs við FC Groningen í Hollandi en hann skrifaði undir samning þess efnis í dag. Kolbeinn er aðeins sextán ára gamall og er fyrsti erlendi leikmaðurinn undir átján ára aldri sem FC Groningen fær til sín. Hann er einnig yngsti knattspyrnumaðurinn sem hefur fengið samning hjá félaginu. „Mér leist strax vel á þetta frá fyrsta degi,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi í dag en hann segir að aðdragandinn hafi verið langur en aðilar byrjuðu fyrst að ræða saman fyrir ári síðan.Sjá einnig: Vonarstjarna Fylkis á leið til Groningen „Mér líður mjög vel. Ég ætla að vera duglegur að æfa og standa mig vel hér úti. Það hafa allir tekið mér mjög vel,“ segir Kolbeinn sem mun fyrst um sinn æfa með U-17 liði Groningen en gæti fljótt skipt upp í U-19 liðið ef allt gengur að óskum. Kolbeinn, sem er fæddur árið 1999, spilaði með meistaraflokki Fylkis í sumar og kom við sögu í alls ellefu leikjum í deild og bikar. Hann segir að það hafi tekið sinn tíma að venjast því.Kolbeinn skrifar undir samninginn í dag.Mynd/Heimasíða GroningenPabbinn var valinn bestur „Þetta var breyting fyrir mig en mér fannst að ég hafi komist fljótt inn í það. Þetta var ekki of stórt skref fyrir mig,“ segir Kolbeinn sem var orðinn fastamaður í liði Fylkis á síðari hluta tímabilsins í sumar.Sjá einnig: Kolbeinn bætti metið um tíu daga Faðir hans er Finnur Kolbeinsson, einn leikjahæsti leikmaður Fylkis frá upphafi, og besti leikmaður Íslandsmótsins 2002. Finnur segir að hann og móðir Kolbeins munu skiptast á að vera með syninum ytra fyrstu átján mánuðina að minnsta kosti. „Við teljum það nauðsynlegt,“ sagði Finnur sem var vitanlega stoltur af sínum manni. „Þetta er stórt skref fyrir hann enda að fara í nýtt umhverfi og þarf að læra nýtt tungumál. Það er mjög mikilvægt að hann fái stuðning fjölskyldunnar.“Finnur með foreldrum sínum.Mynd/Heimasíða GroningenRétt að taka skrefið núna Finnur segir að fjölskyldan hafi skoðað þetta mál út frá öllum hliðum áður en ákvörðun var tekin um hvort að Kolbeinn færi út svo ungur. „Þessu veltum við fyrir okkur fram og til baka - hvort hann ætti að spila áfram með meistaraflokki heima eða fara út. En ef menn bera þann draum í brjósti að verða atvinnumaður þarf að taka þetta skref einhvern tímann. Við teljum að það sé rétt að gera það nú.“ Finnur hefur eins og sonur sinn góða tilfinningu fyrir Groningen. „Okkur finnst að félagið hafi fylgt því mjög vel eftir að fá hann hingað út. Það er heimilislegt hjá félaginu og gott fólk sem þar starfar.“ Fótbolti Mest lesið Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Grindavík á lífi eftir dramatíska endurkomu Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Wolves | Fyrrum meistarar á tæpasta vaði „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Sjá meira
Fylkismaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er genginn til liðs við FC Groningen í Hollandi en hann skrifaði undir samning þess efnis í dag. Kolbeinn er aðeins sextán ára gamall og er fyrsti erlendi leikmaðurinn undir átján ára aldri sem FC Groningen fær til sín. Hann er einnig yngsti knattspyrnumaðurinn sem hefur fengið samning hjá félaginu. „Mér leist strax vel á þetta frá fyrsta degi,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi í dag en hann segir að aðdragandinn hafi verið langur en aðilar byrjuðu fyrst að ræða saman fyrir ári síðan.Sjá einnig: Vonarstjarna Fylkis á leið til Groningen „Mér líður mjög vel. Ég ætla að vera duglegur að æfa og standa mig vel hér úti. Það hafa allir tekið mér mjög vel,“ segir Kolbeinn sem mun fyrst um sinn æfa með U-17 liði Groningen en gæti fljótt skipt upp í U-19 liðið ef allt gengur að óskum. Kolbeinn, sem er fæddur árið 1999, spilaði með meistaraflokki Fylkis í sumar og kom við sögu í alls ellefu leikjum í deild og bikar. Hann segir að það hafi tekið sinn tíma að venjast því.Kolbeinn skrifar undir samninginn í dag.Mynd/Heimasíða GroningenPabbinn var valinn bestur „Þetta var breyting fyrir mig en mér fannst að ég hafi komist fljótt inn í það. Þetta var ekki of stórt skref fyrir mig,“ segir Kolbeinn sem var orðinn fastamaður í liði Fylkis á síðari hluta tímabilsins í sumar.Sjá einnig: Kolbeinn bætti metið um tíu daga Faðir hans er Finnur Kolbeinsson, einn leikjahæsti leikmaður Fylkis frá upphafi, og besti leikmaður Íslandsmótsins 2002. Finnur segir að hann og móðir Kolbeins munu skiptast á að vera með syninum ytra fyrstu átján mánuðina að minnsta kosti. „Við teljum það nauðsynlegt,“ sagði Finnur sem var vitanlega stoltur af sínum manni. „Þetta er stórt skref fyrir hann enda að fara í nýtt umhverfi og þarf að læra nýtt tungumál. Það er mjög mikilvægt að hann fái stuðning fjölskyldunnar.“Finnur með foreldrum sínum.Mynd/Heimasíða GroningenRétt að taka skrefið núna Finnur segir að fjölskyldan hafi skoðað þetta mál út frá öllum hliðum áður en ákvörðun var tekin um hvort að Kolbeinn færi út svo ungur. „Þessu veltum við fyrir okkur fram og til baka - hvort hann ætti að spila áfram með meistaraflokki heima eða fara út. En ef menn bera þann draum í brjósti að verða atvinnumaður þarf að taka þetta skref einhvern tímann. Við teljum að það sé rétt að gera það nú.“ Finnur hefur eins og sonur sinn góða tilfinningu fyrir Groningen. „Okkur finnst að félagið hafi fylgt því mjög vel eftir að fá hann hingað út. Það er heimilislegt hjá félaginu og gott fólk sem þar starfar.“
Fótbolti Mest lesið Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Grindavík á lífi eftir dramatíska endurkomu Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Wolves | Fyrrum meistarar á tæpasta vaði „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Sjá meira