Íslenski boltinn

Vonarstjarna Fylkis á leið til Groningen

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn hefur komið við sögu í sjö deildarleikjum í sumar.
Kolbeinn hefur komið við sögu í sjö deildarleikjum í sumar. vísir/vilhelm
Kolbeinn Birgir Finnsson, 16 ára leikmaður Fylkis, mun að öllum líkindum ganga til liðs við hollenska liðið Groningen um áramótin.

Þetta staðfesti Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hjá Total Football, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Kolbeinn hefur komið við sögu í sjö leikjum Fylkis í Pepsi-deildinni í sumar en hann er yngsti leikmaður sem hefur spilað fyrir Árbæjarliðið í sögu félagsins.

Þá hefur Kolbeinn leikið 11 leiki með U-17 ára landsliðinu.

Kolbeinn er sonur Finns Kolbeinssonar, fyrrverandi leikmanns Fylkis sem var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins árið 2002.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×