Viðskipti erlent

Ný uppfærsla Tesla gerir bílinn nánast sjálfkeyrandi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hér má sjá Michael Ballaban, tja, fylgjast með bílnum keyra.
Hér má sjá Michael Ballaban, tja, fylgjast með bílnum keyra. mynd/youtube
Árið 2012 kom Tesla Model S fyrst út en hægt hefur verið að sækja uppfærslur fyrir stýrikerfi bílsins. Sjöunda útfærslan býður upp á kerfi sem er ekki alveg sjálfkeyrandi en er skrambi nálægt því.

Fjölmargir skynjarar bílsins bjóða upp á það að bíllinn stýri, skipti um akreinar, leggi sjálfur og koma í veg fyrir að hann valdi slysi. Tesla hefur kallað kerfið „Autopilot“ en Michael Ballaban, blaðamaður hjá Japlonik, fékk að prufukeyra kerfið á dögunum á strætum New York borgar.

Kerfið tekur ekki beygjur fyrir þína hönd byggða á umferð og bíllinn skynjar ekki litinn á umferðarljósinu fyrir framan þig en þess utan er kerfið skrambi nálægt því að vera sjálfkeyrandi.

Myndband af Teslunni að aka um götur New York má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×