Erlent

Stjórnarmaður í VW vill að fólk verði dregið persónulega til ábyrgðar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Lies segir að stjórn Volkswagen hafi fyrst komist að svindlinu á síðasta stjórnarfundi fyrirtækisins.
Lies segir að stjórn Volkswagen hafi fyrst komist að svindlinu á síðasta stjórnarfundi fyrirtækisins. Vísir/AFP
Olaf Lies, stjórnarmaður hjá Volkswagen, segir að þeir starfsmenn fyrirtækisins sem hafi leyft að settur hafi verið upp svindlbúnaður og þeir sem hafi sett búnaðinn upp í bílum fyrirtækisins, eigi að era persónulega ábyrgð á málinu.

Lies segir í samtali við breska fréttaskýringaþáttinn Newsnight að stjórn Volkswagen hafi fyrst komist að svindlinu á síðasta stjórnarfundi fyrirtækisins.

Um 11 milljón bílar félagsins eru búnir þessum hugbúnaði, sem nemur hvenær bíllinn er útblástursmældur af opinberum aðilum, og kveikir þá á hreinsibúnaði sem dregur úr mengun. Þar af eru 5,8 milljónir bíla sem eru framleiddir undir merkjum dótturfyrirtækja Volkswagen, eins og Skoda og Audi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×