Enski boltinn

Mourinho: Ég er rétti maðurinn fyrir starfið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sá sérstaki.
Sá sérstaki. Vísir/GEtty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, gerði lítið úr þeim sögusögnum að starf hans væri í hættu eftir verstu byrjun félagsins í 27 ár.

Ensku meistararnir sitja í 17. sæti en geta dottið í fallsæti takist Newcastle að leggja West Ham að velli í kvöld. Hefur liðið aðeins nælt í fjögur stig í fimm leikjum en þrír leikir hafa tapast.

Hefur það leitt til þess að enskir miðlar hafa velt sér upp úr því hvort að starf hans sé í hættu en hann skrifaði nýlega undir nýjan samning hjá Chelsea.

„Ég kenni hvorki leikmönnunum né mér um þetta, þetta er versti kafli ferilsins míns en ég er alveg rólegur. Ég held að það sé enginn þjálfari sem geti gert betur með Chelsea en ég. Ég er rétti maðurinn fyrir starfið og ég veit að ég mun leysa þetta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×